Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2018 14:45 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður í málinu. Vísir „Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39