Kominn í vandræði vegna ummæla um búrku: „Algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 14:09 Fjölmargir hafa kallað eftir afsökunarbeiðni vegna ummæla Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkur. Vísir/AFP Skoðunarapistill Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkubannið í Danmörku sem birtist í The Daily Telegraph á mánudaginn hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á meðal almennings en einnig innan breska Íhaldsflokksins. Pistillinn ber heitið „Danir hafa ekki rétt fyrir sér. Jú, búrkan er kúgandi og fáránleg – en það samt engin ástæða til að banna hana“. Í pistlinum fjallar hann um lög í Danmörku, sem tóku gildi fyrir rúmri viku, sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu. Hann mærir dönsku þjóðina fyrir frjálslyndi og afslappað viðhorf til lífsins og segir það því skjóta skökku við að banna fullorðnu fólki að klæðast því sem það vill.Það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar Þrátt fyrir að tala gegn banninu var umfjöllun hans um búrku og niqab ansi fjálgleg. „Ég myndi ganga svo langt að segja að það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar,“ segir Johnson sem bætir við að ef kona myndi mæta í viðtalstíma til hans með andlitið hulið myndi hann ekki veigra sér við að biðja hana um að fjarlægja andlitsblæjuna til að geta „talað almennilega við hana“. Þá segir hann jafnframt: „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skóla eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson. Þúsundir fylktu liði víðsvegar um landið 1. ágúst til að mótmæla umdeildum lögum.Hann sagðist þá vera hlynntur takmörkunum en ekki banni. Þannig væri í lagi að vinnustaðir setji fram kröfur um tiltekinn klæðnað. Gæti komist í vandræði innan flokksins Eric Pickles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, segir að það gæti farið svo að Johnson kæmist í vonda stöðu innan flokksins ákveði einhver flokksmannanna að leggja fram formlega kvörtun vegna umfjöllunar Johnson. „Íhaldsflokkurinn hefur margvíslega verkferla og ef einhver leggur fram formlega kvörtun þá fer af stað formlegt ferli.“ Pickles segir þó að það sé frekar ólíklegt að Johnson verði gert að yfirgefa flokkinn en bætir við að það sé aldrei að vita hvernig málin þróist.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé augljóst að með ummælum sínum hafi Boris Johnson sært fólk.Vísir/GettyAugljóst að Johnson hafi sært með ummælum sínum Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefur hvatt Johnson til að biðjast afsökunar vegna þess að ummælin hafi augljóslega sært og móðgað fólk. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við trúum á rétt fólks til að iðka trú sína, og þegar kemur að konum og búrkum og niqab, að þær hafi rétt til þess að velja sjálfar hvernig þær vilja klæða sig,“ segir May.Nigel Farage segir að eftirmálar skoðanapistils Johnsons séu umhugsunarverðir. Hann spyr hvort opinberar persónur megi yfir höfuð segja skoðanir sínar.Vísir/EPAVill að opinberar manneskjur geti sagt skoðanir sínar Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, er ósammála forsætisráðherranum og biðlar til Johnson að standa fastur á sínu. Honum beri ekki skylda til að biðjast afsökunar á því að segja sína raunverulegu skoðun. „Vaknar þá stór spurning: Mega opinberar persónur fá að segja sína raunverulegu skoðun án þess að vera úthrópaðar og þess krafist af þeim að þær biðjist afsökunar? Ég veit ekki hvað Boris ætlar að gera því hann hefur áður beðist afsökunar á ummælum sínum,“ segir Farage. Það sé hans skoðun að Johnson ætti að standa fastur á því það sé stór hópur venjulegs fólks sem sé sama sinnis. Norðurlönd Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Skoðunarapistill Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkubannið í Danmörku sem birtist í The Daily Telegraph á mánudaginn hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á meðal almennings en einnig innan breska Íhaldsflokksins. Pistillinn ber heitið „Danir hafa ekki rétt fyrir sér. Jú, búrkan er kúgandi og fáránleg – en það samt engin ástæða til að banna hana“. Í pistlinum fjallar hann um lög í Danmörku, sem tóku gildi fyrir rúmri viku, sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu. Hann mærir dönsku þjóðina fyrir frjálslyndi og afslappað viðhorf til lífsins og segir það því skjóta skökku við að banna fullorðnu fólki að klæðast því sem það vill.Það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar Þrátt fyrir að tala gegn banninu var umfjöllun hans um búrku og niqab ansi fjálgleg. „Ég myndi ganga svo langt að segja að það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar,“ segir Johnson sem bætir við að ef kona myndi mæta í viðtalstíma til hans með andlitið hulið myndi hann ekki veigra sér við að biðja hana um að fjarlægja andlitsblæjuna til að geta „talað almennilega við hana“. Þá segir hann jafnframt: „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skóla eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson. Þúsundir fylktu liði víðsvegar um landið 1. ágúst til að mótmæla umdeildum lögum.Hann sagðist þá vera hlynntur takmörkunum en ekki banni. Þannig væri í lagi að vinnustaðir setji fram kröfur um tiltekinn klæðnað. Gæti komist í vandræði innan flokksins Eric Pickles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, segir að það gæti farið svo að Johnson kæmist í vonda stöðu innan flokksins ákveði einhver flokksmannanna að leggja fram formlega kvörtun vegna umfjöllunar Johnson. „Íhaldsflokkurinn hefur margvíslega verkferla og ef einhver leggur fram formlega kvörtun þá fer af stað formlegt ferli.“ Pickles segir þó að það sé frekar ólíklegt að Johnson verði gert að yfirgefa flokkinn en bætir við að það sé aldrei að vita hvernig málin þróist.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé augljóst að með ummælum sínum hafi Boris Johnson sært fólk.Vísir/GettyAugljóst að Johnson hafi sært með ummælum sínum Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefur hvatt Johnson til að biðjast afsökunar vegna þess að ummælin hafi augljóslega sært og móðgað fólk. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við trúum á rétt fólks til að iðka trú sína, og þegar kemur að konum og búrkum og niqab, að þær hafi rétt til þess að velja sjálfar hvernig þær vilja klæða sig,“ segir May.Nigel Farage segir að eftirmálar skoðanapistils Johnsons séu umhugsunarverðir. Hann spyr hvort opinberar persónur megi yfir höfuð segja skoðanir sínar.Vísir/EPAVill að opinberar manneskjur geti sagt skoðanir sínar Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, er ósammála forsætisráðherranum og biðlar til Johnson að standa fastur á sínu. Honum beri ekki skylda til að biðjast afsökunar á því að segja sína raunverulegu skoðun. „Vaknar þá stór spurning: Mega opinberar persónur fá að segja sína raunverulegu skoðun án þess að vera úthrópaðar og þess krafist af þeim að þær biðjist afsökunar? Ég veit ekki hvað Boris ætlar að gera því hann hefur áður beðist afsökunar á ummælum sínum,“ segir Farage. Það sé hans skoðun að Johnson ætti að standa fastur á því það sé stór hópur venjulegs fólks sem sé sama sinnis.
Norðurlönd Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira