Twitter ætlar ekki að banna alræmdan samsæriskenningasmið Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2018 10:39 Alex Jones hefur notað samfélagsmiðla til að básúna vanstilltar samsæriskenningar sínar. Vísir/EPA Þrátt fyrir að Alex Jones, stjórnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hafi sakað foreldra myrtra barna um að vera leikara og dreift staðlausum stöfum um harmleiki eins og hryðjuverkin 11. september í New York ætlar samfélagsmiðilinn Twitter ekki að banna hann líkt og önnur stór tæknifyrirtæki hafa gert. Twitter telur Jones ekki hafa brotið reglur miðilsins. Youtube og Facebook eru á meðal þeirra miðla sem hafa lokað reikningum Infowars með þeim rökum að miðillinn stundi hatursorðræðu. Jones og fjöldi íhaldsmanna hafa sakað samfélagsmiðlarisana um að ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segir hins vegar að Jones og Infowars verði ekki bannað á sínum miðli. Ástæðan sé sú að Jones hafi ekki brotið reglur Twitter. Sagði hann að það væri rangt að láta undan utanaðkomandi þrýstingi frekar en halda sig við reglurnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna þau rök Dorsey og benda á tilfelli þar sem notendur hafa verið bannaðir, að þeirra mati fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Jones og Infowars. Foreldrar myrtra barna áreittir vegna lyga Jones Jones er alræmdur fyrir lygar og framandlegar samsæriskenningar en hann hefur engu að síður safnað fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hann sakaði demókrata í Bandaríkjunum um að ætla að hefja borgarastríð á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, hann hefur sagt að „kynseginhyggja“ (e. transgenderism) sé hluti af áætlun bandarísku leyniþjónustunnar um að „fækka mannkyninu“ og að samþykkt á geðsjúkdómum sé „ill barnaníðingaáætlun um að kynlífsvæða og eyðileggja börn“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foreldrar tveggja barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt Jones fyrir ærumeiðingar. Jones hefur ítrekað haldið því fram að árásin hafi aldrei átt sér stað heldur hafi bandaríska alríkisstjórnin sett hana á svið með leikurum til að hafa átyllu til að taka skotvopn af fólki. Lygar Jones um árásina hafa meðal annars leitt til þess að foreldrarnir hafa orðið fyrir áreitni fylgjenda Infowars bæði á netinu og í persónu. Það leiddi til þess að foreldrar grátbáðu Mark Zucerkberg, forstjóra Facebook, um að loka á samsæriskenningar Jones og Infowars. Bandaríkin Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þrátt fyrir að Alex Jones, stjórnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hafi sakað foreldra myrtra barna um að vera leikara og dreift staðlausum stöfum um harmleiki eins og hryðjuverkin 11. september í New York ætlar samfélagsmiðilinn Twitter ekki að banna hann líkt og önnur stór tæknifyrirtæki hafa gert. Twitter telur Jones ekki hafa brotið reglur miðilsins. Youtube og Facebook eru á meðal þeirra miðla sem hafa lokað reikningum Infowars með þeim rökum að miðillinn stundi hatursorðræðu. Jones og fjöldi íhaldsmanna hafa sakað samfélagsmiðlarisana um að ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segir hins vegar að Jones og Infowars verði ekki bannað á sínum miðli. Ástæðan sé sú að Jones hafi ekki brotið reglur Twitter. Sagði hann að það væri rangt að láta undan utanaðkomandi þrýstingi frekar en halda sig við reglurnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna þau rök Dorsey og benda á tilfelli þar sem notendur hafa verið bannaðir, að þeirra mati fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Jones og Infowars. Foreldrar myrtra barna áreittir vegna lyga Jones Jones er alræmdur fyrir lygar og framandlegar samsæriskenningar en hann hefur engu að síður safnað fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hann sakaði demókrata í Bandaríkjunum um að ætla að hefja borgarastríð á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, hann hefur sagt að „kynseginhyggja“ (e. transgenderism) sé hluti af áætlun bandarísku leyniþjónustunnar um að „fækka mannkyninu“ og að samþykkt á geðsjúkdómum sé „ill barnaníðingaáætlun um að kynlífsvæða og eyðileggja börn“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foreldrar tveggja barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt Jones fyrir ærumeiðingar. Jones hefur ítrekað haldið því fram að árásin hafi aldrei átt sér stað heldur hafi bandaríska alríkisstjórnin sett hana á svið með leikurum til að hafa átyllu til að taka skotvopn af fólki. Lygar Jones um árásina hafa meðal annars leitt til þess að foreldrarnir hafa orðið fyrir áreitni fylgjenda Infowars bæði á netinu og í persónu. Það leiddi til þess að foreldrar grátbáðu Mark Zucerkberg, forstjóra Facebook, um að loka á samsæriskenningar Jones og Infowars.
Bandaríkin Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14
Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00