Drífa vill verða forseti ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 10:09 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Frá þessu greinir Drífa í tilkynningu. Þing ASÍ fer fram þann 24. október næstkomandi en sitjandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningunni segist Drífa hafa fengið fjölmargar áskoranir um að bjóða sig fram. Hún segir mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ að sameina hina öflugu verkalýðshreyfingu landsins. Í tilkynningu talar hún jafnframt um ójöfnuð í samfélaginu, félagsleg undirboð og mikilvæg þess að „auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu.“ Tilkynningu Drífu má lesa í heild sinni hér að neðan.Verkalýðshreyfingin er kraftaverkahreyfing. Hún hefur lyft grettistaki til að auka lífsgæði fólks, hvort sem horft er til húsnæðismála, almannatrygginga, aukins jöfnuðar eða hækkunar launa.Síðustu áratugi hefur hallað undan fæti í samfélaginu hér heima og heiminum öllum. Græðgi er talin til kosta og auðurinn hefur safnast á fáar hendur. Þeir sem lifa af sívaxandi auði sínum hafa misst tengsl við samfélagið og kjör almennings. Grunnskilyrði góðs lífs, svo sem viðráðanlegt húsnæðisverð, eru undirseld spákaupmennsku. Vinnandi fólk á allt sitt undir því hvort stórfyrirtæki telji það nógu arðbært að veita sómasamlegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.Við þetta bætist að verkalýðshreyfingin á í vök að verjast þegar kemur að réttindabrotum og félagslegum undirboðum. Upplýsingum um lög, reglur og réttindi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félagsleg undirboð eru orðin varnarlína þeirra sem starfa í verkalýðshreyfingunni.Enn fremur hefur skattkerfið, sem er mælikvarði á siðmenntað samfélag, á síðustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinnandi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almennings hafa aukist til muna og sjást nú á stærðargráðu sem við höfum ekki séð í áratugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin samfélög ríkra og fátækra, þar sem hinir efnameiri kaupa sig fram fyrir röðina í heilsugæslu, menntun og annarri almannaþjónustu.Okkar bíður það verkefni að auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verkalýðshreyfingin er mikilvæg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregðast á ögurstundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verkalýðshreyfing heims og það er mikið ábyrgðahlutverk að ná að sameina hana um hag okkar allra. Það verður mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ.Um leið og ég þakka kærlega fyrir allar þær fjölmörgu áskoranir sem ég hef fengið innan sem utan verkalýðshreyfingarinnar lýsi ég því yfir að ég gef kost á mér í embætti forseta ASÍ á þinginu sem sett verður 24. október næstkomandi. Kjaramál Tengdar fréttir Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Frá þessu greinir Drífa í tilkynningu. Þing ASÍ fer fram þann 24. október næstkomandi en sitjandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningunni segist Drífa hafa fengið fjölmargar áskoranir um að bjóða sig fram. Hún segir mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ að sameina hina öflugu verkalýðshreyfingu landsins. Í tilkynningu talar hún jafnframt um ójöfnuð í samfélaginu, félagsleg undirboð og mikilvæg þess að „auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu.“ Tilkynningu Drífu má lesa í heild sinni hér að neðan.Verkalýðshreyfingin er kraftaverkahreyfing. Hún hefur lyft grettistaki til að auka lífsgæði fólks, hvort sem horft er til húsnæðismála, almannatrygginga, aukins jöfnuðar eða hækkunar launa.Síðustu áratugi hefur hallað undan fæti í samfélaginu hér heima og heiminum öllum. Græðgi er talin til kosta og auðurinn hefur safnast á fáar hendur. Þeir sem lifa af sívaxandi auði sínum hafa misst tengsl við samfélagið og kjör almennings. Grunnskilyrði góðs lífs, svo sem viðráðanlegt húsnæðisverð, eru undirseld spákaupmennsku. Vinnandi fólk á allt sitt undir því hvort stórfyrirtæki telji það nógu arðbært að veita sómasamlegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.Við þetta bætist að verkalýðshreyfingin á í vök að verjast þegar kemur að réttindabrotum og félagslegum undirboðum. Upplýsingum um lög, reglur og réttindi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félagsleg undirboð eru orðin varnarlína þeirra sem starfa í verkalýðshreyfingunni.Enn fremur hefur skattkerfið, sem er mælikvarði á siðmenntað samfélag, á síðustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinnandi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almennings hafa aukist til muna og sjást nú á stærðargráðu sem við höfum ekki séð í áratugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin samfélög ríkra og fátækra, þar sem hinir efnameiri kaupa sig fram fyrir röðina í heilsugæslu, menntun og annarri almannaþjónustu.Okkar bíður það verkefni að auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verkalýðshreyfingin er mikilvæg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregðast á ögurstundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verkalýðshreyfing heims og það er mikið ábyrgðahlutverk að ná að sameina hana um hag okkar allra. Það verður mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ.Um leið og ég þakka kærlega fyrir allar þær fjölmörgu áskoranir sem ég hef fengið innan sem utan verkalýðshreyfingarinnar lýsi ég því yfir að ég gef kost á mér í embætti forseta ASÍ á þinginu sem sett verður 24. október næstkomandi.
Kjaramál Tengdar fréttir Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27