Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 19:30 Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. Talsmenn Þjóðhátíðarnefndar eru þó nokkuð bjartsýnir og eiga ekki von á öðru en að gestir skemmti sér í brekkusöngnum í kvöld.Helgin að mestu farið vel fram Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina en hátíðarhöld hafa þó almennt farið vel fram. Umferðin hefur gengið að mestu afar vel í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víða um land. Engar tilkynningar um kynferðisafbrot hafa borist embættum lögreglunnar á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurlandi til þessa. Ekki hafa fengist upplýsingar frá neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis í dag og lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um slík mál að svo stöddu. Einn var þó handtekinn í Herjólfsdal fyrir kynferðislega áreitni en alls gistu fimm fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur, þar af tveir grunaðir um líkamsárás. Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og hefur verið nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Lögregla beinir því til ökumanna að setjast ekki undir stýri fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Víða er hægt að fá að blása áður en lagt er af stað, meðal annars í Landeyjahöfn. Á fjórða tug fíkniefnamála hafa komið upp á Þjóðhátíð sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Búist er við að um 15 þúsund manns verði í brekkusöngnum í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum og er viðbragðsáætlun til taks. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40 Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07 Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. Talsmenn Þjóðhátíðarnefndar eru þó nokkuð bjartsýnir og eiga ekki von á öðru en að gestir skemmti sér í brekkusöngnum í kvöld.Helgin að mestu farið vel fram Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina en hátíðarhöld hafa þó almennt farið vel fram. Umferðin hefur gengið að mestu afar vel í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víða um land. Engar tilkynningar um kynferðisafbrot hafa borist embættum lögreglunnar á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurlandi til þessa. Ekki hafa fengist upplýsingar frá neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis í dag og lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um slík mál að svo stöddu. Einn var þó handtekinn í Herjólfsdal fyrir kynferðislega áreitni en alls gistu fimm fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur, þar af tveir grunaðir um líkamsárás. Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og hefur verið nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Lögregla beinir því til ökumanna að setjast ekki undir stýri fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Víða er hægt að fá að blása áður en lagt er af stað, meðal annars í Landeyjahöfn. Á fjórða tug fíkniefnamála hafa komið upp á Þjóðhátíð sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Búist er við að um 15 þúsund manns verði í brekkusöngnum í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum og er viðbragðsáætlun til taks.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40 Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07 Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40
Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07
Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25
Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32
Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57