Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 12:40 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra. Vísir/Vilhelm Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira