Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Vísir/heiða Það sem af er ári hafa 103 leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Metfjöldi leitaði þangað í fyrra, 187 einstaklingar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttökunni, segir ekki stefna í að það met verði slegið í ár. „Það leituðu mjög fáir til okkar í júní. Við töldum að umræðan væri að skila sér í þessari fækkun en það hefur aukist töluvert upp á síðkastið,“ segir Hrönn. Að sögn Hrannar er mynstrið nú svipað og á síðasta ári, meðal annars þegar kemur að aldri þolenda kynferðisofbeldis. Þó hefur þeim fjölgað sem leita til neyðarmóttökunnar vegna ofbeldis í nánu sambandi. „Við erum ánægð með þá þróun að þessi hópur sé farinn að leita til okkar. Ég þakka það þeirri umræðu að það sé eitthvað til sem heitir kynferðisofbeldi innan náins sambands.“ Hrönn bendir á að flestir sem verði fyrir heimilisofbeldi lýsi líka kynferðisofbeldi í sambandi. Í tengslum við verslunarmannahelgina hefst jafnan umræða um kynferðisofbeldi. Hrönn segir kynferðisbrot hafi verið fleiri um þessa helgi á árum áður. „Það er mjög mikilvægt að þeir sem halda útihátíðir gefi skýr skilaboð um að þetta sé fordæmt. Kynferðisbrotum um verslunarmannahelgina hefur fækkað meðal annars vegna bættrar gæslu og eftirlits.“ Þá skipti forvarnarstarf miklu. Mikil umræða hafa verið í aðdraganda Þjóðhátíðar í Eyjum 2016. Þá hafi aðeins verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot. Í fyrra hafi umræðan verið minni og tilvikin verið fjögur. Hrönn minnir á að neyðarmóttakan sé opin allan sólarhringinn á bráðadeild Landspítalans og segir að þar sé vel tekið á móti fólki. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00 Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Það sem af er ári hafa 103 leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Metfjöldi leitaði þangað í fyrra, 187 einstaklingar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttökunni, segir ekki stefna í að það met verði slegið í ár. „Það leituðu mjög fáir til okkar í júní. Við töldum að umræðan væri að skila sér í þessari fækkun en það hefur aukist töluvert upp á síðkastið,“ segir Hrönn. Að sögn Hrannar er mynstrið nú svipað og á síðasta ári, meðal annars þegar kemur að aldri þolenda kynferðisofbeldis. Þó hefur þeim fjölgað sem leita til neyðarmóttökunnar vegna ofbeldis í nánu sambandi. „Við erum ánægð með þá þróun að þessi hópur sé farinn að leita til okkar. Ég þakka það þeirri umræðu að það sé eitthvað til sem heitir kynferðisofbeldi innan náins sambands.“ Hrönn bendir á að flestir sem verði fyrir heimilisofbeldi lýsi líka kynferðisofbeldi í sambandi. Í tengslum við verslunarmannahelgina hefst jafnan umræða um kynferðisofbeldi. Hrönn segir kynferðisbrot hafi verið fleiri um þessa helgi á árum áður. „Það er mjög mikilvægt að þeir sem halda útihátíðir gefi skýr skilaboð um að þetta sé fordæmt. Kynferðisbrotum um verslunarmannahelgina hefur fækkað meðal annars vegna bættrar gæslu og eftirlits.“ Þá skipti forvarnarstarf miklu. Mikil umræða hafa verið í aðdraganda Þjóðhátíðar í Eyjum 2016. Þá hafi aðeins verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot. Í fyrra hafi umræðan verið minni og tilvikin verið fjögur. Hrönn minnir á að neyðarmóttakan sé opin allan sólarhringinn á bráðadeild Landspítalans og segir að þar sé vel tekið á móti fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00 Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00
Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00
Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15