Jabbar eyðir umræðunni um besta leikmann sögunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 12:00 Jabbar átti glæsilegan feril í NBA vísir/getty Vinsælt þrætuepli meðal körfuknattleiksáhugamanna er umræðan um besta leikmann í sögu NBA deildarinnar og keppast menn oft við að bera saman frábæra leikmenn frá ólíkum tímum. Einn þeirra sem stundum kemst að í umræðunni er goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni frá 1969-1989 og gerði garðinn frægan, fyrst með Milwaukee Bucks og síðar með Los Angeles Lakers. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og varð sex sinnum NBA meistari; einu sinni með Bucks og fimm sinnum með Lakers. Um það leyti sem Jabbar var að kveðja sviðið í NBA var maður að nafni Michael Jordan að taka yfir deildina og er hann vanalega fljótt nefndur í umræðunni um besta leikmann sögunnar. Þá vilja margir meina að framganga LeBron James á undanförnum árum eigi að koma honum í þessa umræðu. Jabbar fylgist enn vel með boltanum og er í viðtali við The Undefeated á ESPN þar sem hann segir það vera ómögulegt að bera saman leikmenn frá mismunandi tímum. „Þessar umræður um besta leikmenn sögunnar (e.GOAT) eru ekkert annað en skemmtilegar pælingar þegar maður situr og bíður eftir pizzunni sinni. Þetta er eins og að ræða um hvaða ofurkraft maður myndi helst vilja hafa; geta flogið eða verið ósýnilegur?“ „Mér er sama hvort ég sé nefndur í þessari umræðu. Ég spilaði alltaf eins vel og ég gat og reyndi að hjálpa liðsfélögum mínum. Það er það mikilvægasta þegar maður lítur til baka.“ „Það er ekki hægt að tala um neinn sem besta leikmann sögunnar því allir leikmenn spila undir einstökum kringumstæðum. Við spilum mismunandi leikstöður, við mismunandi reglur, með mismunandi samherjum og undir mismunandi þjálfurum. Hver og einn þarf að aðlagast sínum kringumstæðum og finna leið til að ná sínu bestu fram,“ segir Jabbar. Spenntur fyrir LeBron í LakersJabbar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum LA Lakers eftir glæstan fjórtán ára feril hjá félaginu og hann kveðst spenntur fyrir komu LeBron James í borg englanna. „LeBron er einn kraftmesti leikmaður í sögu NBA og einn af stærstu karakterunum. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hann líka skemmtikraftur (e.showman).“ „Það er ekkert leyndarmál að Lakers hefur verið í vandræðum á undanförnum árum og vantað mikið upp á til að keppa um titil. LeBron gæti verið rétti maðurinn til að leiða liðið í rétta átt,“ segir Jabbar. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Vinsælt þrætuepli meðal körfuknattleiksáhugamanna er umræðan um besta leikmann í sögu NBA deildarinnar og keppast menn oft við að bera saman frábæra leikmenn frá ólíkum tímum. Einn þeirra sem stundum kemst að í umræðunni er goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni frá 1969-1989 og gerði garðinn frægan, fyrst með Milwaukee Bucks og síðar með Los Angeles Lakers. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og varð sex sinnum NBA meistari; einu sinni með Bucks og fimm sinnum með Lakers. Um það leyti sem Jabbar var að kveðja sviðið í NBA var maður að nafni Michael Jordan að taka yfir deildina og er hann vanalega fljótt nefndur í umræðunni um besta leikmann sögunnar. Þá vilja margir meina að framganga LeBron James á undanförnum árum eigi að koma honum í þessa umræðu. Jabbar fylgist enn vel með boltanum og er í viðtali við The Undefeated á ESPN þar sem hann segir það vera ómögulegt að bera saman leikmenn frá mismunandi tímum. „Þessar umræður um besta leikmenn sögunnar (e.GOAT) eru ekkert annað en skemmtilegar pælingar þegar maður situr og bíður eftir pizzunni sinni. Þetta er eins og að ræða um hvaða ofurkraft maður myndi helst vilja hafa; geta flogið eða verið ósýnilegur?“ „Mér er sama hvort ég sé nefndur í þessari umræðu. Ég spilaði alltaf eins vel og ég gat og reyndi að hjálpa liðsfélögum mínum. Það er það mikilvægasta þegar maður lítur til baka.“ „Það er ekki hægt að tala um neinn sem besta leikmann sögunnar því allir leikmenn spila undir einstökum kringumstæðum. Við spilum mismunandi leikstöður, við mismunandi reglur, með mismunandi samherjum og undir mismunandi þjálfurum. Hver og einn þarf að aðlagast sínum kringumstæðum og finna leið til að ná sínu bestu fram,“ segir Jabbar. Spenntur fyrir LeBron í LakersJabbar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum LA Lakers eftir glæstan fjórtán ára feril hjá félaginu og hann kveðst spenntur fyrir komu LeBron James í borg englanna. „LeBron er einn kraftmesti leikmaður í sögu NBA og einn af stærstu karakterunum. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hann líka skemmtikraftur (e.showman).“ „Það er ekkert leyndarmál að Lakers hefur verið í vandræðum á undanförnum árum og vantað mikið upp á til að keppa um titil. LeBron gæti verið rétti maðurinn til að leiða liðið í rétta átt,“ segir Jabbar.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira