Ásthildur segist komin í draumastarfið sem bæjarstjóri á Akureyri Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Ásthildur Sturludóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. AKUREYRARBÆR „Þetta starf leggst mjög vel í mig. Við erum mjög spennt fyrir því að gera Akureyri að okkar heimabæ og ala börnin okkar upp hérna,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. Að sögn Ásthildar gerir hún ráð fyrir því að hefja störf um miðjan september og að fram undan sé leit að húsnæði fyrir fjölskylduna á nýjum stað. Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð frá 2010 og þar til í vor. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Þá var Ásthildur um tíma framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Viðræður gengu hratt og vel fyrir sig og við erum búin að ræða öll stóru málin.“ Ásthildur segir að hún hafi náð að setja sig lítillega inn í málefni bæjarins. Hún segist vera spennt fyrir því að koma inn sem faglega ráðinn bæjarstjóri og segist geta unnið með fólki úr öllum flokkum.„Þetta var í rauninni draumastarfið. Það var annaðhvort þetta eða að fara inn á einhvern annan vettvang.“ Meirihluti L-lista, Samfylkingar og Framsóknarflokks hélt velli í sveitarstjórnarkosningunum í vor og var ákveðið að endurnýja meirihlutasamstarfið. Ákveðið var að auglýsa starf bæjarstjóra en Eiríkur Björn Björgvinsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra síðustu átta ár, ákvað í ársbyrjun að sækjast ekki eftir áframhaldandi ráðningu. Alls sóttu átján einstaklingar um starf bæjarstjóra en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
„Þetta starf leggst mjög vel í mig. Við erum mjög spennt fyrir því að gera Akureyri að okkar heimabæ og ala börnin okkar upp hérna,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. Að sögn Ásthildar gerir hún ráð fyrir því að hefja störf um miðjan september og að fram undan sé leit að húsnæði fyrir fjölskylduna á nýjum stað. Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð frá 2010 og þar til í vor. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Þá var Ásthildur um tíma framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Viðræður gengu hratt og vel fyrir sig og við erum búin að ræða öll stóru málin.“ Ásthildur segir að hún hafi náð að setja sig lítillega inn í málefni bæjarins. Hún segist vera spennt fyrir því að koma inn sem faglega ráðinn bæjarstjóri og segist geta unnið með fólki úr öllum flokkum.„Þetta var í rauninni draumastarfið. Það var annaðhvort þetta eða að fara inn á einhvern annan vettvang.“ Meirihluti L-lista, Samfylkingar og Framsóknarflokks hélt velli í sveitarstjórnarkosningunum í vor og var ákveðið að endurnýja meirihlutasamstarfið. Ákveðið var að auglýsa starf bæjarstjóra en Eiríkur Björn Björgvinsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra síðustu átta ár, ákvað í ársbyrjun að sækjast ekki eftir áframhaldandi ráðningu. Alls sóttu átján einstaklingar um starf bæjarstjóra en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54
Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30