Annmarkar á framkvæmd kosninga í Árneshreppi en kæru um ógildingu hafnað Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 18:28 Frá Norðurfirði í Árneshreppi. STÖÐ 2/BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur ennfremur fram að ráðuneytið hafi hafnað að fella úrskurð kjörnefndar sýslumanns á Vestfjörðum úr gildi.RÚV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag, en úrskurður dómsmálaráðuneytisins er dagsettur 1. ágúst.Deilt um lögheimilisflutningaMikið var fjallað um kosningarnar í Árneshreppi á sínum tíma þar sem mikið var deilt um byggingu Hvalárvirkjunar, sér í lagi eftir að sautján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp í aðdraganda kosninganna. Að beiðni Þjóðskrár var lögregla fengin til að kanna lögmæti lögheimilisflutninganna, sem komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti flutningnanna hafi verið ólöglegur. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins, en fjölgun íbúa nam því 38 prósentum. Þeir Elías Svavar Kristinssona og Ólafur Valsson kærðu undirbúning og framkvæmd kosninganna til kjörnefndar á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærunum var hafnað en þeir Elías Svavar og Ólafur skutu niðurstöðunni til ráðuneytisins sem nú hefur úrskurðað í málinu.AnnmarkarÍ úrskurðinum segir að veigamestu annmarkarnir við framkvæmd kosninganna snúi að „auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.“Allir sem réttilega áttu kosningarétt gátu neytt hansÍ úrskuðinum segir einnig að eftir að umræddir sautján einstaklingar höfðu verið strikaðir út af kjörskrá stóðu þar eftir 46 kjósendur. „Af þeim neyttu 43 kosningaréttar síns. Það sem mestu máli skiptir við mat á því hvort skilyrði 94. gr. laga nr. 5/1998 séu uppfyllt í máli þessu er hvort að annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi orðið til þess að einhverjum þeim sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi, hafi verið meinað að neyta hans. Telur ráðuneytið alveg ljóst að svo hafi ekki verið og því megi ekki ætla að þeir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Er því hafnað kröfu kærenda um ógildingu hins kærða úrskurðar sem og kröfu kærenda um ógildingu kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps sem fram fóru þann 26. maí sl.,“ segir í úrskurðinum. Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00 Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur ennfremur fram að ráðuneytið hafi hafnað að fella úrskurð kjörnefndar sýslumanns á Vestfjörðum úr gildi.RÚV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag, en úrskurður dómsmálaráðuneytisins er dagsettur 1. ágúst.Deilt um lögheimilisflutningaMikið var fjallað um kosningarnar í Árneshreppi á sínum tíma þar sem mikið var deilt um byggingu Hvalárvirkjunar, sér í lagi eftir að sautján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp í aðdraganda kosninganna. Að beiðni Þjóðskrár var lögregla fengin til að kanna lögmæti lögheimilisflutninganna, sem komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti flutningnanna hafi verið ólöglegur. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins, en fjölgun íbúa nam því 38 prósentum. Þeir Elías Svavar Kristinssona og Ólafur Valsson kærðu undirbúning og framkvæmd kosninganna til kjörnefndar á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærunum var hafnað en þeir Elías Svavar og Ólafur skutu niðurstöðunni til ráðuneytisins sem nú hefur úrskurðað í málinu.AnnmarkarÍ úrskurðinum segir að veigamestu annmarkarnir við framkvæmd kosninganna snúi að „auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.“Allir sem réttilega áttu kosningarétt gátu neytt hansÍ úrskuðinum segir einnig að eftir að umræddir sautján einstaklingar höfðu verið strikaðir út af kjörskrá stóðu þar eftir 46 kjósendur. „Af þeim neyttu 43 kosningaréttar síns. Það sem mestu máli skiptir við mat á því hvort skilyrði 94. gr. laga nr. 5/1998 séu uppfyllt í máli þessu er hvort að annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi orðið til þess að einhverjum þeim sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi, hafi verið meinað að neyta hans. Telur ráðuneytið alveg ljóst að svo hafi ekki verið og því megi ekki ætla að þeir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Er því hafnað kröfu kærenda um ógildingu hins kærða úrskurðar sem og kröfu kærenda um ógildingu kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps sem fram fóru þann 26. maí sl.,“ segir í úrskurðinum.
Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00 Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00
Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15
Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00
Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57