Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. „Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
„Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira