Júlíana og Leó misstu fyrsta og eina barnið sitt: „Hún kom ekki til baka“ Bergþór Másson skrifar 16. ágúst 2018 21:30 Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira