Tveggja og hálfs árs stúlka bíður þess enn að byrja á leikskóla Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Það skýrist í næstu viku hvernig mun ganga að tryggja mönnun á leikskólum Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira