Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2018 22:34 Netta Barzilai, sigurvegar Eurovsion 2018. Vísir/Getty Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði ekki haldin í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Ísraelski fréttavefurinn The Times of Israel greinir frá því að Kan,ríkissjónvarpsstöð Ísrael, skuldi samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, 12 milljónir evra, eða tæplega einn og hálfan milljarð króna. Upprunalegur greiðslufrestur sé nú þegar liðinn, en tekist hafi að semja um að framlengja frestinn til dagsloka 14. ágúst. Fresturinn rennur því út á miðnætti annað kvöld. Ísrael sigraði á ár söngvakeppnina í fyrsta sinn síðan árið 1998, en þá var það söngkonan Dana sem heillaði Evrópu upp úr skónum með laginu Diva. Í ár var það hins vegar söngkonan Netta Barzilai sem bar sigur úr býtum með laginu Toy. Venju samkvæmt hefur sigurvegari keppninnar haldi keppnina árið eftir, en nú gæti farið svo að bregða þurfi út af vananum. Gil Olmer, sjónvarpsstjóri Kan, hefur sent forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu bréf, þar sem hann biðlaði til stjórnvalda um aukna fjárstyrki til þess að geta greitt niður skuldina. Þá sagði í bréfinu að ef ekki tækist að greiða skuldina í tæka tíð væri möguleiki á því að söngvakeppnin yrði ekki haldin í Ísrael næsta vor. Stjórnvöld í landinu hafa þó harðneitað að auka við fjárframlög til Kan og segja að árlegar fjárveitingar til stöðvarinnar eigi að duga fyrir öllum rekstri stöðvarinnar, þar með talinni söngvakeppninni. Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30 Ísrael vann Eurovision Kýpur í öðru og Austurríki í þriðja. 12. maí 2018 22:45 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði ekki haldin í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Ísraelski fréttavefurinn The Times of Israel greinir frá því að Kan,ríkissjónvarpsstöð Ísrael, skuldi samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, 12 milljónir evra, eða tæplega einn og hálfan milljarð króna. Upprunalegur greiðslufrestur sé nú þegar liðinn, en tekist hafi að semja um að framlengja frestinn til dagsloka 14. ágúst. Fresturinn rennur því út á miðnætti annað kvöld. Ísrael sigraði á ár söngvakeppnina í fyrsta sinn síðan árið 1998, en þá var það söngkonan Dana sem heillaði Evrópu upp úr skónum með laginu Diva. Í ár var það hins vegar söngkonan Netta Barzilai sem bar sigur úr býtum með laginu Toy. Venju samkvæmt hefur sigurvegari keppninnar haldi keppnina árið eftir, en nú gæti farið svo að bregða þurfi út af vananum. Gil Olmer, sjónvarpsstjóri Kan, hefur sent forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu bréf, þar sem hann biðlaði til stjórnvalda um aukna fjárstyrki til þess að geta greitt niður skuldina. Þá sagði í bréfinu að ef ekki tækist að greiða skuldina í tæka tíð væri möguleiki á því að söngvakeppnin yrði ekki haldin í Ísrael næsta vor. Stjórnvöld í landinu hafa þó harðneitað að auka við fjárframlög til Kan og segja að árlegar fjárveitingar til stöðvarinnar eigi að duga fyrir öllum rekstri stöðvarinnar, þar með talinni söngvakeppninni.
Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30 Ísrael vann Eurovision Kýpur í öðru og Austurríki í þriðja. 12. maí 2018 22:45 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30