Michael Caine varpar ljósi á enda Inception Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 14:45 Michael Caine. Vísir/Getty Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu. Var snældan að hætta að snúast eða ekki? Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax. Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því. „Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“ Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu. Var snældan að hætta að snúast eða ekki? Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax. Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því. „Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“ Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira