Stefni að því að verða 98 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 13:00 Halldóra Geirharðsdóttir kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. Fréttablaðið/Eyþór Það er geggjað að verða fimmtug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ungdómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamótamynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýningarviku í Frakklandi og er enn í Háskólabíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfsvettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heiminum.“ Hún kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tímamótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Það er geggjað að verða fimmtug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ungdómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamótamynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýningarviku í Frakklandi og er enn í Háskólabíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfsvettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heiminum.“ Hún kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tímamótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira