Stefni að því að verða 98 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 13:00 Halldóra Geirharðsdóttir kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. Fréttablaðið/Eyþór Það er geggjað að verða fimmtug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ungdómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamótamynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýningarviku í Frakklandi og er enn í Háskólabíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfsvettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heiminum.“ Hún kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tímamótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Sjá meira
Það er geggjað að verða fimmtug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ungdómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamótamynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýningarviku í Frakklandi og er enn í Háskólabíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfsvettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heiminum.“ Hún kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tímamótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Sjá meira