Mikill léttir 11. ágúst 2018 09:00 Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar