Frestaði bardagaviðræðum á meðan ég finn nýjan þjálfara Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. ágúst 2018 07:30 Kolbeinn Kristinsson. vísir/valli Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er á leiðinni til Bandaríkjanna í viðræður við nýjan þjálfara. Eru þrír mánuðir liðnir síðan hann vann sannfærandi sigur á Gennadi Mentsikainen í Finnlandi og um leið tíunda atvinnumannabardaga sinn. Er Kolbeinn ósigraður sem atvinnumaður í hringnum og í 159. sæti í þungavigt á heimsvísu en hefur farið hraðbyri upp þann lista. Hann segist vera búinn að setja það á ís í bili að finna sér nýjan bardaga þar til hann verði kominn með nýjan þjálfara. „Ég sló á frest öllum viðræðum um bardaga á dögunum þegar ég tók ákvörðun um að skipta um þjálfara. Ég fer til Finnlands á næstu dögum þar sem ég aðstoða annan hnefaleikakappa við að undirbúa sig og stuttu síðar fer ég til Bandaríkjanna í viðræður,“ segir Kolbeinn sem er búinn að vera í sambandi við einn þjálfara í Detroit og mun hitta hann. Eftir að hafa barist fjórum sinnum árið 2016 lenti hann í leiðinda meiðslum sem gerðu það að verkum að hann náði aðeins einum bardaga í fyrra. „Ég fór í aðgerð síðasta sumar og það tók góða sex mánuði að ná sér en það er ekkert að angra mig í dag. Það er bara búið að vera tímafrekt að standa í þessum þjálfaramálum, það er margt sem þarf að huga að.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að komast inn í hringinn á ný og er tilbúinn að finna bardaga um leið og þjálfaramálin leysast. „Mann er farið að klæja aðeins í fingurna, ég sagði við teymið mitt að um leið og þjálfaramálin væru klár þá mætti skipuleggja næsta bardaga. Það sem vantaði alltaf var reyndari skipstjóra til að stýra skipinu,“ segir Kolbeinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er á leiðinni til Bandaríkjanna í viðræður við nýjan þjálfara. Eru þrír mánuðir liðnir síðan hann vann sannfærandi sigur á Gennadi Mentsikainen í Finnlandi og um leið tíunda atvinnumannabardaga sinn. Er Kolbeinn ósigraður sem atvinnumaður í hringnum og í 159. sæti í þungavigt á heimsvísu en hefur farið hraðbyri upp þann lista. Hann segist vera búinn að setja það á ís í bili að finna sér nýjan bardaga þar til hann verði kominn með nýjan þjálfara. „Ég sló á frest öllum viðræðum um bardaga á dögunum þegar ég tók ákvörðun um að skipta um þjálfara. Ég fer til Finnlands á næstu dögum þar sem ég aðstoða annan hnefaleikakappa við að undirbúa sig og stuttu síðar fer ég til Bandaríkjanna í viðræður,“ segir Kolbeinn sem er búinn að vera í sambandi við einn þjálfara í Detroit og mun hitta hann. Eftir að hafa barist fjórum sinnum árið 2016 lenti hann í leiðinda meiðslum sem gerðu það að verkum að hann náði aðeins einum bardaga í fyrra. „Ég fór í aðgerð síðasta sumar og það tók góða sex mánuði að ná sér en það er ekkert að angra mig í dag. Það er bara búið að vera tímafrekt að standa í þessum þjálfaramálum, það er margt sem þarf að huga að.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að komast inn í hringinn á ný og er tilbúinn að finna bardaga um leið og þjálfaramálin leysast. „Mann er farið að klæja aðeins í fingurna, ég sagði við teymið mitt að um leið og þjálfaramálin væru klár þá mætti skipuleggja næsta bardaga. Það sem vantaði alltaf var reyndari skipstjóra til að stýra skipinu,“ segir Kolbeinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Sjá meira