Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira