Sumargleymska Davíð Þorláksson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Tillögur um að lengja skólaárin í grunnskólum og fækka þeim í níu hafa ekki fallið í kramið hjá öllum. Einhver spurði hvort það ætti nú að fara að hafa jóla- og sumarfríin af börnunum. Fríin eru þó lengri hér en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum. Enska tímaritið Economist fjallaði fyrr í mánuðinum um rannsóknir sem sýna að löng frí hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Börnin gleyma einfaldlega því sem þau lærðu, eða allt að fjórðungi þess sem þau lærðu síðasta vetur. Þetta á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda sem hafa ekki sömu tækifæri til námslegrar örvunar utan skólans. Sumargleymskan skýrir allt að tvo þriðju af muninum á námsárangri barna af fátækum og efnameiri heimilum. Meðalgrunnskólabarn er um 179 daga í skólanum á ári. Hægt væri að stytta námstímann um eitt ár með því að lengja skólaárið um 17 kennsludaga, eða þrjár og hálfa viku. Skóladagarnir væru þá orðnir 196. Á sama tíma er venjulegur fullorðinn launamaður í fullu starfi um 226 daga á ári í vinnu, eða sex vikum lengur. Lengra skólaár myndi ekki aðeins skila sér í betri námsárangri heldur myndi talsverð hagræðing verða af styttingunni sem mætti endurfjárfesta inni í kerfinu og jafnvel skila þannig enn betri árangri. Þetta myndi einnig draga úr skorti á kennurum. Þörf fyrir kennara myndi minnka um 500. Í dag eru um 700 kennarar 60 ára og eldri. Stytting grunnskólans væri augljóst framfaraskref fyrir bæði skólabörnin og þjóðarbúið og myndi stuðla að auknum jöfnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Tillögur um að lengja skólaárin í grunnskólum og fækka þeim í níu hafa ekki fallið í kramið hjá öllum. Einhver spurði hvort það ætti nú að fara að hafa jóla- og sumarfríin af börnunum. Fríin eru þó lengri hér en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum. Enska tímaritið Economist fjallaði fyrr í mánuðinum um rannsóknir sem sýna að löng frí hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Börnin gleyma einfaldlega því sem þau lærðu, eða allt að fjórðungi þess sem þau lærðu síðasta vetur. Þetta á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda sem hafa ekki sömu tækifæri til námslegrar örvunar utan skólans. Sumargleymskan skýrir allt að tvo þriðju af muninum á námsárangri barna af fátækum og efnameiri heimilum. Meðalgrunnskólabarn er um 179 daga í skólanum á ári. Hægt væri að stytta námstímann um eitt ár með því að lengja skólaárið um 17 kennsludaga, eða þrjár og hálfa viku. Skóladagarnir væru þá orðnir 196. Á sama tíma er venjulegur fullorðinn launamaður í fullu starfi um 226 daga á ári í vinnu, eða sex vikum lengur. Lengra skólaár myndi ekki aðeins skila sér í betri námsárangri heldur myndi talsverð hagræðing verða af styttingunni sem mætti endurfjárfesta inni í kerfinu og jafnvel skila þannig enn betri árangri. Þetta myndi einnig draga úr skorti á kennurum. Þörf fyrir kennara myndi minnka um 500. Í dag eru um 700 kennarar 60 ára og eldri. Stytting grunnskólans væri augljóst framfaraskref fyrir bæði skólabörnin og þjóðarbúið og myndi stuðla að auknum jöfnuði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar