Þekkir helling af fuglum 25. ágúst 2018 08:45 Það er stutt út í ósnortna náttúru á Flateyri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira