Beint í berjamó á síðustu dögum sumarsins Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Sveinn Rúnar Hauksson fer á hverju ári í berjamó. Hann segir að víða sé ber að finna en líklega sé langmest af þeim á Austfjörðum. Sveinn Rúnar Hauksson Enn er örlítið eftir af sumri þó það styttist óðum í endalok. Það er snjallt að loka sumrinu með skemmtilegri ferð í berjamó. Víða eru góðir staðir fyrir berjatínslu en spurningin er sú hvar sprettan sé best í ár. Hver er betri til að svara því en Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber og berjatínslu? „Ef fólk ætlar í berjamó og vill ná að fylla fötur sínar eða jafnvel frystikistu þá eru Austfirðir líklega besti staðurinn. Sprettan kemur þar vel undan sumri og fólk byrjaði í raun að tína þar fyrir mánaðamótin síðastliðnu,“ segir Sveinn Rúnar sem sjálfur var á Ströndum í berjatínslu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „En ég hef ekki séð eitt ber í Borgarfirðinum, ekki grænjaxla eða neitt. Ég var í Þórsmörk um daginn og tíndi upp í mig eitt og eitt og tíndi alls 12 ber. Þau smökkuðust ágætlega, en voru þó lítil. Þau komust allavega vel fyrir í lófanum.“Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.Einnig gott á Norðausturlandi Horfur eru ekki sérlega góðar hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni en aldrei að vita hvað náttúran hefur fram að færa. Góðir staðir fyrir tínslu hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni eru meðal annars Heiðmörk, svæðið í kringum Rauðavatn, í grennd við Nesjavallaleiðina, Mosfellsdalurinn og heiðarnar beggja vegna vegarins, Kjósin, Esjurætur og Hvalfjörðurinn. „Það er að rætast úr þessu hérna á Ströndum sýnist mér. Það er líka býsna gott á Norðausturlandi. Ég fékk líka fréttir af Tröllaskaga og frægu berjakistunni sem Böggvisstaðafjall er ofan Dalvíkur. Þar eru komin falleg ber en þó ekki alveg þroskuð orðin. Þannig að ég held að það þurfi að bíða örlítið en það er hins vegar ekkert of fljótt að fara af stað núna. Það er að minnsta kosti allt klárt fyrir austan,“ bætir Sveinn Rúnar við. Bláberjasulta á tvo vegu Bláberjasulta sykurlaus 700 g bláber 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur 1 tsk. vanilluduft Hreinsið og skolið berin. Maukið allt í blandara. Setjið blönduna í pott og sjóðið í um 10 mínútur. Hellið í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Bláberjasulta með sykri 500 g bláber 350 g strásykur 2 tsk. vatn Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið svo blöndunni því næst í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Sjá meira
Enn er örlítið eftir af sumri þó það styttist óðum í endalok. Það er snjallt að loka sumrinu með skemmtilegri ferð í berjamó. Víða eru góðir staðir fyrir berjatínslu en spurningin er sú hvar sprettan sé best í ár. Hver er betri til að svara því en Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber og berjatínslu? „Ef fólk ætlar í berjamó og vill ná að fylla fötur sínar eða jafnvel frystikistu þá eru Austfirðir líklega besti staðurinn. Sprettan kemur þar vel undan sumri og fólk byrjaði í raun að tína þar fyrir mánaðamótin síðastliðnu,“ segir Sveinn Rúnar sem sjálfur var á Ströndum í berjatínslu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „En ég hef ekki séð eitt ber í Borgarfirðinum, ekki grænjaxla eða neitt. Ég var í Þórsmörk um daginn og tíndi upp í mig eitt og eitt og tíndi alls 12 ber. Þau smökkuðust ágætlega, en voru þó lítil. Þau komust allavega vel fyrir í lófanum.“Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.Einnig gott á Norðausturlandi Horfur eru ekki sérlega góðar hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni en aldrei að vita hvað náttúran hefur fram að færa. Góðir staðir fyrir tínslu hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni eru meðal annars Heiðmörk, svæðið í kringum Rauðavatn, í grennd við Nesjavallaleiðina, Mosfellsdalurinn og heiðarnar beggja vegna vegarins, Kjósin, Esjurætur og Hvalfjörðurinn. „Það er að rætast úr þessu hérna á Ströndum sýnist mér. Það er líka býsna gott á Norðausturlandi. Ég fékk líka fréttir af Tröllaskaga og frægu berjakistunni sem Böggvisstaðafjall er ofan Dalvíkur. Þar eru komin falleg ber en þó ekki alveg þroskuð orðin. Þannig að ég held að það þurfi að bíða örlítið en það er hins vegar ekkert of fljótt að fara af stað núna. Það er að minnsta kosti allt klárt fyrir austan,“ bætir Sveinn Rúnar við. Bláberjasulta á tvo vegu Bláberjasulta sykurlaus 700 g bláber 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur 1 tsk. vanilluduft Hreinsið og skolið berin. Maukið allt í blandara. Setjið blönduna í pott og sjóðið í um 10 mínútur. Hellið í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Bláberjasulta með sykri 500 g bláber 350 g strásykur 2 tsk. vatn Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið svo blöndunni því næst í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum