Úlfur, úlfur Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Fundarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kosningunum í vor hafa ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum. Tilfinningin er sú að öll áhersla sé á leiksýningar og fjölmiðlauppákomur á kostnað hins efnislega. Auðvitað er það svo að minnihlutinn á hverjum tíma hefur það mikilvæga hlutverk að veita meirihlutanum aðhald. Ekki er vanþörf á í Reykjavík. Borgin hefur safnað skuldum í mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar. Tekjutuskan hefur verið undin til hins ýtrasta. Meirihlutinn hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í borgarrekstrinum og heldur ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hefur hækkað tekjustofna með ýmiss konar sjónhverfingum. Þjónustugjöld Orkuveitunnar eru í hæstu hæðum. Fasteignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heimilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Í Reykjavík er ekki sérstaklega vinveitt umhverfi til fyrirtækjareksturs. Tap er af kjarnarekstri borgarinnar. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæðisskortur er áþreifanlegur, heimilislausum fjölgar og vandræðagangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Með þetta í huga ættu tækifæri til öflugs aðhalds af hálfu minnihlutans að vera næg. Það hefur honum hins vegar algerlega mistekist. Stærsti andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ákvað af óskiljanlegum ástæðum að ganga til minnihlutasamstarfs við hina flokkana. Ekki er gott að giska á hvernig samstarfið ætti að gagnast flokknum, en utan frá lítur út fyrir að um hávaðabandalag sé að ræða. Fyrir hópnum fara oddvitar Flokks fólksins, Miðflokksins og loks Marta Guðjónsdóttir sem var fyrir neðan miðjan lista Sjálfstæðismanna. Sú síðastnefnda hefur einkum vakið athygli fyrir furðuleg upphlaup sem í öllum tilvikum snúast um aukaatriði fremur en merg málsins. Stóryrði um leka og svipbrigði fremur en efnisatriði mála. Þessi sífelldu upphlaup og stóryrði valda því að allar aðgerðir minnihlutans missa marks. Farsinn yfirtekur sviðið. Málefnaleg gagnrýni á borð við þá að minnihlutinn fái hvorki tíma né rúm til almennilegs undirbúnings fyrir fundi sem snúast um mikla hagsmuni borgaranna eru stimpluð sem einn eitt uppþotið. Úlfur, úlfur og ekki að ástæðulausu. Á þessu þarf að taka. Oddvitinn þarf að hafa stjórn á liði sínu. Blaðskellandi biðukollur eiga ekki að vera í forsvari alvarlegs stjórnmálaafls. Borgin þarf á öflugum og málefnalegum minnihluta að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fundarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kosningunum í vor hafa ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum. Tilfinningin er sú að öll áhersla sé á leiksýningar og fjölmiðlauppákomur á kostnað hins efnislega. Auðvitað er það svo að minnihlutinn á hverjum tíma hefur það mikilvæga hlutverk að veita meirihlutanum aðhald. Ekki er vanþörf á í Reykjavík. Borgin hefur safnað skuldum í mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar. Tekjutuskan hefur verið undin til hins ýtrasta. Meirihlutinn hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í borgarrekstrinum og heldur ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hefur hækkað tekjustofna með ýmiss konar sjónhverfingum. Þjónustugjöld Orkuveitunnar eru í hæstu hæðum. Fasteignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heimilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Í Reykjavík er ekki sérstaklega vinveitt umhverfi til fyrirtækjareksturs. Tap er af kjarnarekstri borgarinnar. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæðisskortur er áþreifanlegur, heimilislausum fjölgar og vandræðagangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Með þetta í huga ættu tækifæri til öflugs aðhalds af hálfu minnihlutans að vera næg. Það hefur honum hins vegar algerlega mistekist. Stærsti andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ákvað af óskiljanlegum ástæðum að ganga til minnihlutasamstarfs við hina flokkana. Ekki er gott að giska á hvernig samstarfið ætti að gagnast flokknum, en utan frá lítur út fyrir að um hávaðabandalag sé að ræða. Fyrir hópnum fara oddvitar Flokks fólksins, Miðflokksins og loks Marta Guðjónsdóttir sem var fyrir neðan miðjan lista Sjálfstæðismanna. Sú síðastnefnda hefur einkum vakið athygli fyrir furðuleg upphlaup sem í öllum tilvikum snúast um aukaatriði fremur en merg málsins. Stóryrði um leka og svipbrigði fremur en efnisatriði mála. Þessi sífelldu upphlaup og stóryrði valda því að allar aðgerðir minnihlutans missa marks. Farsinn yfirtekur sviðið. Málefnaleg gagnrýni á borð við þá að minnihlutinn fái hvorki tíma né rúm til almennilegs undirbúnings fyrir fundi sem snúast um mikla hagsmuni borgaranna eru stimpluð sem einn eitt uppþotið. Úlfur, úlfur og ekki að ástæðulausu. Á þessu þarf að taka. Oddvitinn þarf að hafa stjórn á liði sínu. Blaðskellandi biðukollur eiga ekki að vera í forsvari alvarlegs stjórnmálaafls. Borgin þarf á öflugum og málefnalegum minnihluta að halda.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar