Ræða Madonnu til heiðurs Arethu Franklin gagnrýnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2018 06:05 Madonna á tónlistarhátíðinni í gær. Vísir/EPA Poppdrottningin Madonna hitti ekki í mark með framkomu sinni á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. AP greinir frá. Ræða hennar til heiðurs Arethu Franklin heitinni þótti með eindæmum egósentrísk og veltu margir fjölmiðlamenn fyrir sér hvers vegna poppdrottningin hefði verið fengin til að heiðra Franklin á þessum tímamótum. Madonna var klædd til heiðurs Franklin og greip orðið áður en hún afhenti Camilu Cabello verðlaun fyrir besta myndband ársins. Hún fór ítarlega yfir eigin feril, hvernig hann hófst og vatt fram áður en hún þakkaði Franklin fyrir veittan stuðning. Cabello steig svo á svið og veitti verðlaunum viðtöku fyrir myndbandið við lagið Havana og tilkeinkaði Madonnu, sem varð sextug á dögunum, verðlaunin. Stutt myndband var spilað sem sýndi brot af fyrri hluta ferils Franklin áður en Madonna sagði söngkonuna hafa haft mikil áhrif á feril hennar. Lagið Respect, eitt frægasta lag Franklin, hljómaði á meðan kreditlistinn fyrir útsendingu kvöldsins birtist á skjánum. Ekkert tónlistaratriði var á dagskrá til að heiðra Franklin. Sumir gagnrýndu klæðaburð Madonnu en enn fleiri fyrir að stela athyglinni í eina hluta hátíðarinnar þar sem stefnt var að því að heiðra Franklin. Hún hefði miklu frekar heiðrað sjálfa sig. „Ég skil ekkert,“ sagði útvarpsmaðurinn Charlamagne Tha God á Twitter. „Ég hélt að Madonna ætti að heiðra Franklin en ég heyrði hana aðeins heiðra sjálfa sig.“ I'm so lost. I thought Madonna was supposed to be paying homage to Aretha but I all heard was her paying homage to herself. HEAVY on the Mayonnaise......— Charlamagne Tha God (@cthagod) August 21, 2018 Eftir að hafa rifjað upp þegar hún flutti frá Detroit á unglingsaldri með augun á tónlistarbransanum spurði Madonna salinn: „Þið eruð líklega að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég er að segja ykkur þetta.“ Já, hugsuðu eflaust margir en s varið kom ekki strax heldur söng Madonna útgáfu af „You make me feel like a Natural Woman“ áður en hún hélt áfram að minnast ára sinna í París, fátæktar, gítarnáms og þar fram eftir götunum. „Veit Madonna að Madonna er ekki látin?“ spurði Katie Nolan á íþróttastöðinni ESPN á Twitter. Fleiri tóku í sama streng.Marc Snetiker á Entertaiment Weekly hafði sína skoðun.Madonna presents an Aretha Franklin tribute by Madonna featuring Madonna with Madonna and Madonna as “Madonna”— Marc (@MarcSnetiker) August 21, 2018 Madonna var einnig gagnrýnd á Billboard tónlistarhátíðinni árið 2016 þegar hún klæddist Purple Rain búningi til heiðurs Prince sem þá hafði nýlega fallið frá.„Aðeins Madonna myndi segja sögu af sjálfri sér þegar hún ætlaði að heiðra látinna blökkukonu,“ skrifaði einn aðdándi Franklin á Twitter. Tónlist Tengdar fréttir Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08 Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30 Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Poppdrottningin Madonna hitti ekki í mark með framkomu sinni á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. AP greinir frá. Ræða hennar til heiðurs Arethu Franklin heitinni þótti með eindæmum egósentrísk og veltu margir fjölmiðlamenn fyrir sér hvers vegna poppdrottningin hefði verið fengin til að heiðra Franklin á þessum tímamótum. Madonna var klædd til heiðurs Franklin og greip orðið áður en hún afhenti Camilu Cabello verðlaun fyrir besta myndband ársins. Hún fór ítarlega yfir eigin feril, hvernig hann hófst og vatt fram áður en hún þakkaði Franklin fyrir veittan stuðning. Cabello steig svo á svið og veitti verðlaunum viðtöku fyrir myndbandið við lagið Havana og tilkeinkaði Madonnu, sem varð sextug á dögunum, verðlaunin. Stutt myndband var spilað sem sýndi brot af fyrri hluta ferils Franklin áður en Madonna sagði söngkonuna hafa haft mikil áhrif á feril hennar. Lagið Respect, eitt frægasta lag Franklin, hljómaði á meðan kreditlistinn fyrir útsendingu kvöldsins birtist á skjánum. Ekkert tónlistaratriði var á dagskrá til að heiðra Franklin. Sumir gagnrýndu klæðaburð Madonnu en enn fleiri fyrir að stela athyglinni í eina hluta hátíðarinnar þar sem stefnt var að því að heiðra Franklin. Hún hefði miklu frekar heiðrað sjálfa sig. „Ég skil ekkert,“ sagði útvarpsmaðurinn Charlamagne Tha God á Twitter. „Ég hélt að Madonna ætti að heiðra Franklin en ég heyrði hana aðeins heiðra sjálfa sig.“ I'm so lost. I thought Madonna was supposed to be paying homage to Aretha but I all heard was her paying homage to herself. HEAVY on the Mayonnaise......— Charlamagne Tha God (@cthagod) August 21, 2018 Eftir að hafa rifjað upp þegar hún flutti frá Detroit á unglingsaldri með augun á tónlistarbransanum spurði Madonna salinn: „Þið eruð líklega að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég er að segja ykkur þetta.“ Já, hugsuðu eflaust margir en s varið kom ekki strax heldur söng Madonna útgáfu af „You make me feel like a Natural Woman“ áður en hún hélt áfram að minnast ára sinna í París, fátæktar, gítarnáms og þar fram eftir götunum. „Veit Madonna að Madonna er ekki látin?“ spurði Katie Nolan á íþróttastöðinni ESPN á Twitter. Fleiri tóku í sama streng.Marc Snetiker á Entertaiment Weekly hafði sína skoðun.Madonna presents an Aretha Franklin tribute by Madonna featuring Madonna with Madonna and Madonna as “Madonna”— Marc (@MarcSnetiker) August 21, 2018 Madonna var einnig gagnrýnd á Billboard tónlistarhátíðinni árið 2016 þegar hún klæddist Purple Rain búningi til heiðurs Prince sem þá hafði nýlega fallið frá.„Aðeins Madonna myndi segja sögu af sjálfri sér þegar hún ætlaði að heiðra látinna blökkukonu,“ skrifaði einn aðdándi Franklin á Twitter.
Tónlist Tengdar fréttir Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08 Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30 Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08
Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30
Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02