Sveitarfélögin skora – boltinn hjá Alþingi Erna Reynisdóttir skrifar 21. ágúst 2018 07:45 Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun