Vísindaskortur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. ágúst 2018 05:45 Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Vísindi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar