„Við erum ekki sáttar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2018 18:52 Guðlaug M. Sigurðardóttir er í samninganefnd ljósmæðra. Mynd/Skjáskot „Nei, við erum ekki sáttar,“ segir Guðlaug M. Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.Niðurstaðan var kynnt nú síðdegis og felur meðal í sér að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Þannig skuli ljósmóðir í klínísku starfi raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingur sem er ekki með sérmenntun.Þá á greiða á ljósmóðurnemum á síðasta námsári laun í 25 vikur. Allar stofnanir sem ljósmæður starfa á eiga að hafa starfsþróunarkerfi og stofna á stýrihóp til að efla starfsþróun en gerðardómur setti fram ýmsar ábendingar og fyrirmæli, í sjö liðum.Rætt var við Guðlaugu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en horfa má á viðtalið hér fyrir neðan.„Við óskuðum eftir hækkun á grunnlaunum og við fengum ekki hækkun á grunnlaunum. Það sem við fengum eru ákveðnar tillögur í sjö liðum en þetta gefur okkur enga hækkun hér og nú,“ sagði Guðlaug aðspurð í hverju óánægja ljósmæðra myndi felast.Segir að það verði óánægja með niðurstöðuna Bætti Guðlaug við að ljósmæður væru nýkomnar með niðurstöðu gerðardóms í hendur og ættu eftir að fara betur í kjölinn á honum. Búið væri að senda hann á félagsmenn í Ljósmæðrafélaginu og boðað yrði til fundar á morgun þar sem niðurstaðan yrði kynnt betur fyrir félagsmönnum. Guðlaug á ekki von á því að ánægja verði með niðurstöðu gerðardóms.Ljósmæður mótmæltu kröftuglega á meðan á samningaviðræðum stóð.Vísir/Elín„Mitt fyrsta mat er að það verður óánægja með þetta en eins og ég segi við eigum eftir að skoða þetta. Ég er ekki að sjá að þetta gefi okkur neitt, allavega ekki núna en það eru ákveðnar tillögur um hvað er hægt að gera, en ekkert sem gefur okkur neitt akkúrat núna,“ segir Guðlaug.Hátt í fimmtíu ljósmæður sögðu upp störfum á meðan kjaradeilunni stóð en um 30-40 þeirra hafa snúið aftur til starfa að sögn Guðlaugar.En hún von á því að þær sem enn hafi ekki snúið aftur muni gera það vegna niðurstöðu gerðardóms?„Þetta gefur þeim enga ástæðu til þess að snúa til baka,“ segir Guðlaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27 Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Nei, við erum ekki sáttar,“ segir Guðlaug M. Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.Niðurstaðan var kynnt nú síðdegis og felur meðal í sér að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Þannig skuli ljósmóðir í klínísku starfi raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingur sem er ekki með sérmenntun.Þá á greiða á ljósmóðurnemum á síðasta námsári laun í 25 vikur. Allar stofnanir sem ljósmæður starfa á eiga að hafa starfsþróunarkerfi og stofna á stýrihóp til að efla starfsþróun en gerðardómur setti fram ýmsar ábendingar og fyrirmæli, í sjö liðum.Rætt var við Guðlaugu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en horfa má á viðtalið hér fyrir neðan.„Við óskuðum eftir hækkun á grunnlaunum og við fengum ekki hækkun á grunnlaunum. Það sem við fengum eru ákveðnar tillögur í sjö liðum en þetta gefur okkur enga hækkun hér og nú,“ sagði Guðlaug aðspurð í hverju óánægja ljósmæðra myndi felast.Segir að það verði óánægja með niðurstöðuna Bætti Guðlaug við að ljósmæður væru nýkomnar með niðurstöðu gerðardóms í hendur og ættu eftir að fara betur í kjölinn á honum. Búið væri að senda hann á félagsmenn í Ljósmæðrafélaginu og boðað yrði til fundar á morgun þar sem niðurstaðan yrði kynnt betur fyrir félagsmönnum. Guðlaug á ekki von á því að ánægja verði með niðurstöðu gerðardóms.Ljósmæður mótmæltu kröftuglega á meðan á samningaviðræðum stóð.Vísir/Elín„Mitt fyrsta mat er að það verður óánægja með þetta en eins og ég segi við eigum eftir að skoða þetta. Ég er ekki að sjá að þetta gefi okkur neitt, allavega ekki núna en það eru ákveðnar tillögur um hvað er hægt að gera, en ekkert sem gefur okkur neitt akkúrat núna,“ segir Guðlaug.Hátt í fimmtíu ljósmæður sögðu upp störfum á meðan kjaradeilunni stóð en um 30-40 þeirra hafa snúið aftur til starfa að sögn Guðlaugar.En hún von á því að þær sem enn hafi ekki snúið aftur muni gera það vegna niðurstöðu gerðardóms?„Þetta gefur þeim enga ástæðu til þess að snúa til baka,“ segir Guðlaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27 Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27
Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?