Leiksigur og margra stjörnu viðtökur Benedikt Bóas skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ólafur Arnalds segir að á plötunni sé steypt saman alls kyns ólíkum áhrifum, t.d. frá elektróník og hipphoppi en einnig hafi hann langað að fanga gleðina sem fyllti áhorfendur þegar rafsveit hans, Kiasmos, spilaði á tónleikum. Benjamin Hardman „Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
„Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp