Herör gegn dónaskap í ráðhúsinu í Borgarnesi Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ráðhússstarfsmenn í Borgarnesi vilja ekki meiri dónaskap. Fréttablaðið/Pjetur Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins of oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum að starfsmönnum sveitarfélagsins við skyldustörf. Mannauðsstjóra hefur verið falið að skrá niður slík tilvik innan sveitarfélagsins. Málið var tekið fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að hann telji þennan samskiptamáta íbúa við starfsfólk ólíðandi. Starfsmenn í afgreiðslu, einstaklingar sem síst eiga skilið óheflaða framkomu í sinn garð, verði því oft á tíðum fyrir neikvæðum samskiptum. Nú sé kominn tími til að skoða starfsumhverfi þessara einstaklinga. „Eitt þarf að fara sérstaklega yfir í sambandi við starfsumhverfi starfsfólks hér í ráðhúsinu. Það hefur komið of oft fyrir að starfsfólk ráðhússins verður fyrir óviðunandi framkomu einstaklinga þegar það er að sinna sínum vinnuskyldum hvort sem er að svara í símann, taka á móti erindum eða starfa á vettvangi sveitarfélagsins utandyra. Oft bitnar slíkt viðmót á þeim sem síst skyldi eins og starfsfólki í afgreiðslunni,“ segir í skýrslunni.Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fréttablaðið/PjeturGunnlaugur segir þessi samskipti ekki einskorðuð við Borgarbyggð heldur sé þetta í fleiri sveitarfélögum. „Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast,“ segir hann. „Ég er ekkert að segja að þetta sé almennt eða viðvarandi. Þetta gerist bara of oft. Bæði verður starfsfólk fyrir óhefluðu orðavali og köpuryrðum þegar fólk sinnir erindum í ráðhúsinu en einnig þegar starfsfólk fer í úttektir og eitthvað því um líkt í sveitarfélaginu. Við þurfum að skoða þetta alvarlega.“ Með því að skrá tilvikin innan sveitarfélagsins er starfsfólki gert kleift að ræða um þessi samskipti. Markmiðið sé einnig að verja starfsumhverfi starfsfólks. „Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert,“ bætir Gunnlaugur við. „Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins of oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum að starfsmönnum sveitarfélagsins við skyldustörf. Mannauðsstjóra hefur verið falið að skrá niður slík tilvik innan sveitarfélagsins. Málið var tekið fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að hann telji þennan samskiptamáta íbúa við starfsfólk ólíðandi. Starfsmenn í afgreiðslu, einstaklingar sem síst eiga skilið óheflaða framkomu í sinn garð, verði því oft á tíðum fyrir neikvæðum samskiptum. Nú sé kominn tími til að skoða starfsumhverfi þessara einstaklinga. „Eitt þarf að fara sérstaklega yfir í sambandi við starfsumhverfi starfsfólks hér í ráðhúsinu. Það hefur komið of oft fyrir að starfsfólk ráðhússins verður fyrir óviðunandi framkomu einstaklinga þegar það er að sinna sínum vinnuskyldum hvort sem er að svara í símann, taka á móti erindum eða starfa á vettvangi sveitarfélagsins utandyra. Oft bitnar slíkt viðmót á þeim sem síst skyldi eins og starfsfólki í afgreiðslunni,“ segir í skýrslunni.Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fréttablaðið/PjeturGunnlaugur segir þessi samskipti ekki einskorðuð við Borgarbyggð heldur sé þetta í fleiri sveitarfélögum. „Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast,“ segir hann. „Ég er ekkert að segja að þetta sé almennt eða viðvarandi. Þetta gerist bara of oft. Bæði verður starfsfólk fyrir óhefluðu orðavali og köpuryrðum þegar fólk sinnir erindum í ráðhúsinu en einnig þegar starfsfólk fer í úttektir og eitthvað því um líkt í sveitarfélaginu. Við þurfum að skoða þetta alvarlega.“ Með því að skrá tilvikin innan sveitarfélagsins er starfsfólki gert kleift að ræða um þessi samskipti. Markmiðið sé einnig að verja starfsumhverfi starfsfólks. „Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert,“ bætir Gunnlaugur við. „Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira