Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2018 20:45 Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00