Biskupinn biður Grande afsökunar Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 16:07 Biskupinn Ellis hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa haldið um brjóst söngkonunnar Ariönu Grande Vísir/AP Biskupinn Charles H Ellis III ,sem stýrði útför söngkonunnar Arethu Franklin í heimaborg hennar Detroit í gær, hefur nú beðið söngkonuna Ariönu Grande afsökunar á því að hann hafi þuklað á henni. Jarðarför Franklin var með glæsilegasta móti, athöfnin var sjö klukkutímar að lengd og fluttu til dæmis Chaka Khan, Stevie Wonder og Jennifer Hudson lög auk Ariönu Grande. Ellis tók á móti Grande á sviðinu eftir að hún hafði lokið flutningi sínum á laginu (You Make Me Feel Like) A Natural Woman. Sjáanlegt er á myndum að biskupinn greip ofarlega um líkama söngkonunnar og þrýsti fingrunum að brjósti Grande. Fjölmargir netnotendur birtu myndir af atvikinu á Twitter með myllumerkinu #respectAriana. Sjá má nokkrar færslur neðst í fréttinni.Segist kannski hafa farið yfir strikið.Í viðtali við fréttaveituna AP sagði Ellis að það hafi aldrei verið ásetningur hans að snerta brjóst nokkurrar konu. „Kannski fór ég yfir strikið, kannski var ég of vinalegur en ég biðst afsökunar.“ Einnig sagði Ellis að hann hafi tekið utan um alla flytjendurna sem stigu á svið í athöfninni. „Ég faðmaði alla kvenflytjendurna og alla karlflytjendurna, allir sem fóru á sviðið, ég tók í hendina á þeim og faðmaði þau,“ sagði Ellis og bætti við „Það síðasta sem ég vil er að skyggja á daginn, dagurinn er alfarið um Arethu Franklin.“ Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.Baðst einnig afsökunar á brandara. Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.I think every woman can look at Ariana Grande's face and body language and viscerally feel what she's feeling. The tension. The nervous laughter. Not wanting to make a scene or make him angry. Every woman knows this feeling. But google her and everyone's talking about her dress. https://t.co/VYikD43RnM — Maggie Astor (@MaggieAstor) September 1, 2018What was up with that pastors hand? pic.twitter.com/M8Ypgm7fQB — Trevor Noah (@Trevornoah) August 31, 2018 Tónlist Tengdar fréttir Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Biskupinn Charles H Ellis III ,sem stýrði útför söngkonunnar Arethu Franklin í heimaborg hennar Detroit í gær, hefur nú beðið söngkonuna Ariönu Grande afsökunar á því að hann hafi þuklað á henni. Jarðarför Franklin var með glæsilegasta móti, athöfnin var sjö klukkutímar að lengd og fluttu til dæmis Chaka Khan, Stevie Wonder og Jennifer Hudson lög auk Ariönu Grande. Ellis tók á móti Grande á sviðinu eftir að hún hafði lokið flutningi sínum á laginu (You Make Me Feel Like) A Natural Woman. Sjáanlegt er á myndum að biskupinn greip ofarlega um líkama söngkonunnar og þrýsti fingrunum að brjósti Grande. Fjölmargir netnotendur birtu myndir af atvikinu á Twitter með myllumerkinu #respectAriana. Sjá má nokkrar færslur neðst í fréttinni.Segist kannski hafa farið yfir strikið.Í viðtali við fréttaveituna AP sagði Ellis að það hafi aldrei verið ásetningur hans að snerta brjóst nokkurrar konu. „Kannski fór ég yfir strikið, kannski var ég of vinalegur en ég biðst afsökunar.“ Einnig sagði Ellis að hann hafi tekið utan um alla flytjendurna sem stigu á svið í athöfninni. „Ég faðmaði alla kvenflytjendurna og alla karlflytjendurna, allir sem fóru á sviðið, ég tók í hendina á þeim og faðmaði þau,“ sagði Ellis og bætti við „Það síðasta sem ég vil er að skyggja á daginn, dagurinn er alfarið um Arethu Franklin.“ Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.Baðst einnig afsökunar á brandara. Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.I think every woman can look at Ariana Grande's face and body language and viscerally feel what she's feeling. The tension. The nervous laughter. Not wanting to make a scene or make him angry. Every woman knows this feeling. But google her and everyone's talking about her dress. https://t.co/VYikD43RnM — Maggie Astor (@MaggieAstor) September 1, 2018What was up with that pastors hand? pic.twitter.com/M8Ypgm7fQB — Trevor Noah (@Trevornoah) August 31, 2018
Tónlist Tengdar fréttir Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp