Óskaði eftir leyfi út október Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 16:30 Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér. Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér.
Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira