Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2018 13:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ernir Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira
Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira
Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00