Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. september 2018 07:00 Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segja tillögu um aukin fjárframlög til einkarekinna grunnskóla í anda flokks síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það leynist auðvitað engum að það er mikil velvild hjá Viðreisn gagnvart sjálfstætt reknum skólum. Hugmyndafræðilega séð er ég hrifinn af tillögunni en við þurfum að finna leið í gegnum kerfið,“ segir Pawel Bartoszek, fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði, um boðaða tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Gerir tillagan, sem flutt er af Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ráð fyrir því að sömu fjárframlög fylgi nemendum hvort sem um einkarekinn skóla eða skóla rekinn af borginni sé að ræða. Pawel segir að tillöguna þurfi að skoða í samhengi við gerð fjárhagsáætlunar og þá sé ýmislegt í vinnslu tengt frístundaheimilum og húsnæðismálum grunnskóla borgarinnar. „Við fögnum öllum góðum tillögum og ræðum þær í borgarstjórn. Þessi tillaga er í anda Viðreisnar og okkur er málið kært. Þetta er hins vegar stærra mál en bara þessi tiltekna tillaga,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún bendir einnig á að í sáttmála meirihlutans sé kveðið á um áframhaldandi stuðning við einkarekna leik- og grunnskóla.Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds.fréttablaðið/sigtryggur ariUmrædd tillaga er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag en þar er líka að finna tillögu borgarfulltrúa meirihlutans um tilraunaverkefni með sumaropnun leikskóla. „Þetta var ein af áherslum Viðreisnar í kosningabaráttunni og rataði inn í sáttmála meirihlutans. Þetta er eitthvað sem við ætlum að reyna að keyra af stað,“ segir Pawel. Hann segir að fordæmi sé til staðar í Mosfellsbæ sem horft verði til. „Hugmyndin er að hafa einn leikskóla opinn í hverju hverfi yfir hásumarið og skapa þannig meiri sveigjanleika fyrir foreldra. Reynslan úr Mosfellsbæ sýnir að þar hafa um fimm til tíu prósent foreldra nýtt sér sumaropnanir.“ Sumaropnun leikskóla gæti að mati Pawels til dæmis nýst námsmönnum vel enda þurfi margir þeirra að nýta sumarið til vinnu. Þá sé líka horft til hópa eins og fólks af erlendum uppruna sem hafi oft síðra félagslegt tengslanet. Tillagan sem liggur fyrir borgarstjórn gerir ráð fyrir að skóla- og frístundasviði verði falið að hefja undirbúning að verkefninu. „Fyrsta skrefið væri væntanlega að leita eftir áliti stjórnenda leikskólanna og finna þá skóla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
„Það leynist auðvitað engum að það er mikil velvild hjá Viðreisn gagnvart sjálfstætt reknum skólum. Hugmyndafræðilega séð er ég hrifinn af tillögunni en við þurfum að finna leið í gegnum kerfið,“ segir Pawel Bartoszek, fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði, um boðaða tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Gerir tillagan, sem flutt er af Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ráð fyrir því að sömu fjárframlög fylgi nemendum hvort sem um einkarekinn skóla eða skóla rekinn af borginni sé að ræða. Pawel segir að tillöguna þurfi að skoða í samhengi við gerð fjárhagsáætlunar og þá sé ýmislegt í vinnslu tengt frístundaheimilum og húsnæðismálum grunnskóla borgarinnar. „Við fögnum öllum góðum tillögum og ræðum þær í borgarstjórn. Þessi tillaga er í anda Viðreisnar og okkur er málið kært. Þetta er hins vegar stærra mál en bara þessi tiltekna tillaga,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún bendir einnig á að í sáttmála meirihlutans sé kveðið á um áframhaldandi stuðning við einkarekna leik- og grunnskóla.Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds.fréttablaðið/sigtryggur ariUmrædd tillaga er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag en þar er líka að finna tillögu borgarfulltrúa meirihlutans um tilraunaverkefni með sumaropnun leikskóla. „Þetta var ein af áherslum Viðreisnar í kosningabaráttunni og rataði inn í sáttmála meirihlutans. Þetta er eitthvað sem við ætlum að reyna að keyra af stað,“ segir Pawel. Hann segir að fordæmi sé til staðar í Mosfellsbæ sem horft verði til. „Hugmyndin er að hafa einn leikskóla opinn í hverju hverfi yfir hásumarið og skapa þannig meiri sveigjanleika fyrir foreldra. Reynslan úr Mosfellsbæ sýnir að þar hafa um fimm til tíu prósent foreldra nýtt sér sumaropnanir.“ Sumaropnun leikskóla gæti að mati Pawels til dæmis nýst námsmönnum vel enda þurfi margir þeirra að nýta sumarið til vinnu. Þá sé líka horft til hópa eins og fólks af erlendum uppruna sem hafi oft síðra félagslegt tengslanet. Tillagan sem liggur fyrir borgarstjórn gerir ráð fyrir að skóla- og frístundasviði verði falið að hefja undirbúning að verkefninu. „Fyrsta skrefið væri væntanlega að leita eftir áliti stjórnenda leikskólanna og finna þá skóla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00