Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 19:16 Hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar við Lækjargötu. Vísir/Pjetur Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var í síðustu viku að Þórður ætti að taka tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni eftir að Bjarna Má Júlíussyni hafði verið sagt upp störfum vegna óeðlilegrar hegðunar í garð undirmanna.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því kvöld að stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið tilkynnt seint á föstudag að Þórður væri sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Var ákveðið í framhaldinu að Þórður færi í leyfi frá störfum og var stjórn Orku náttúrunnar tilkynnt um það, en Þórður var áður forstöðumaður hjá ON. Sagði fréttastofa RÚV frá því að ásakanir um kynferðisbrot tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og eiga brotin að hafa átt sér stað áður en hann hóf þar störf. Fréttastofa RÚV ræddi við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði Þórð í leyfi frá störfum og framhaldið óvíst vegna þessara ásakana. Tók Eiríkur fram að ekki lægju fyrir neinar kvartanir frá starfsfólki vegna Þórðar. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, tilkynnti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld að hann hafi óskað eftir því við stjórnarformann OR að stíga tímabundið til hliðar á meðan mál innan Orkuveitu Reykjavíkur verða könnuð nánar. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var í síðustu viku að Þórður ætti að taka tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni eftir að Bjarna Má Júlíussyni hafði verið sagt upp störfum vegna óeðlilegrar hegðunar í garð undirmanna.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því kvöld að stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið tilkynnt seint á föstudag að Þórður væri sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Var ákveðið í framhaldinu að Þórður færi í leyfi frá störfum og var stjórn Orku náttúrunnar tilkynnt um það, en Þórður var áður forstöðumaður hjá ON. Sagði fréttastofa RÚV frá því að ásakanir um kynferðisbrot tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og eiga brotin að hafa átt sér stað áður en hann hóf þar störf. Fréttastofa RÚV ræddi við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði Þórð í leyfi frá störfum og framhaldið óvíst vegna þessara ásakana. Tók Eiríkur fram að ekki lægju fyrir neinar kvartanir frá starfsfólki vegna Þórðar. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, tilkynnti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld að hann hafi óskað eftir því við stjórnarformann OR að stíga tímabundið til hliðar á meðan mál innan Orkuveitu Reykjavíkur verða könnuð nánar.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19