Coca-Cola sagt vilja framleiða kannabisdrykki Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2018 15:51 Coca-Cola gæti notað Cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. vísir/getty Gosdrykkjarisinn Coca-Cola er sagður eiga í viðræðum við kanadískan kannbisræktanda. Markmiðið með viðræðunum, að sögn miðilisins BNN Bloomberg, er að þróa gosdrykki sem munu innihalda Cannabidiol, eitt af innihaldsefnum kannabis. Markmiðið sé þó ekki að nota efnið sem vímugjafa heldur til að slá á verki. Coca-Cola hefur ekki viljað tjá sig um viðræðurnar en segir þó að fyrirtækið fylgist náið með framvindu kannabisdrykkjarmarkaðarins. Coca-Cola segist því vera í sambærilegum hugleiðingum og aðrir drykkjarvöruframleiðendur, sem íhuga að nota cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. Cannabidiol er sagt geta slegið á bólgur, verki og krampa en hefur þó engin ofskynjunaráhrif. Viðræður Coca-Cola og kanadíska kannabisframleiðandans Aurora Cannabis eru sagðar á vef breska ríkisútvarpsins vera afsprengi nýrrar vímuefnalöggjafar í Kanada. Frá og með 17. október næstkomandi geta Kanadamenn keypt sér kannabis löglega, en áður hafði notkun efnisins aðeins verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi. Fyrr á þessu ári var greint frá samstarfi bjórrisans Molson Coors Brewing og Hydropothecary, sem framleiðir margvíslegar vörur úr kannabis. Þá fjárfesti Costellation Brands, sem er hvað þekktast fyrir bjórinn Corona, í kannabisframleiðandanum Canopy Grotwh fyrir um fjóra milljarða dala. Verði af samstarfi Coca-Cola og Aurora væri um að ræða fyrstu tilraun gosdrykkjaframleiðanda til að fóta sig á kannabisdrykkjamarkaðnum. Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola er sagður eiga í viðræðum við kanadískan kannbisræktanda. Markmiðið með viðræðunum, að sögn miðilisins BNN Bloomberg, er að þróa gosdrykki sem munu innihalda Cannabidiol, eitt af innihaldsefnum kannabis. Markmiðið sé þó ekki að nota efnið sem vímugjafa heldur til að slá á verki. Coca-Cola hefur ekki viljað tjá sig um viðræðurnar en segir þó að fyrirtækið fylgist náið með framvindu kannabisdrykkjarmarkaðarins. Coca-Cola segist því vera í sambærilegum hugleiðingum og aðrir drykkjarvöruframleiðendur, sem íhuga að nota cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. Cannabidiol er sagt geta slegið á bólgur, verki og krampa en hefur þó engin ofskynjunaráhrif. Viðræður Coca-Cola og kanadíska kannabisframleiðandans Aurora Cannabis eru sagðar á vef breska ríkisútvarpsins vera afsprengi nýrrar vímuefnalöggjafar í Kanada. Frá og með 17. október næstkomandi geta Kanadamenn keypt sér kannabis löglega, en áður hafði notkun efnisins aðeins verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi. Fyrr á þessu ári var greint frá samstarfi bjórrisans Molson Coors Brewing og Hydropothecary, sem framleiðir margvíslegar vörur úr kannabis. Þá fjárfesti Costellation Brands, sem er hvað þekktast fyrir bjórinn Corona, í kannabisframleiðandanum Canopy Grotwh fyrir um fjóra milljarða dala. Verði af samstarfi Coca-Cola og Aurora væri um að ræða fyrstu tilraun gosdrykkjaframleiðanda til að fóta sig á kannabisdrykkjamarkaðnum.
Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00