Gerum lífið betra Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 17. september 2018 07:30 Ísland er að mörgu leyti gott samfélag. Menningarlíf landsmanna er í blóma, stutt er í óviðjafnanlega náttúrufegurð og yfirleitt er mikil nálægð við fjölskyldu og vini. Hins vegar er sumt sem er þyngra en tárum taki. Í hverri viku deyr einn Íslendingur vegna ofneyslu lyfja og annar mun fremja sjálfsvíg. Í dag búa 6.000 íslensk börn við fátækt og um hundrað eldri borgarar búa á spítalanum því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum einungis 350 þúsund og við erum 11. ríkasta land í heimi. Við þurfum ekki láta eldri borgara og fjölskyldur þeirra búa við óvissu og bág kjör. Við þurfum ekki að refsa öryrkjum fyrir að vinna. Við þurfum ekki að setja minni fjármuni í háskólana en nágrannaþjóðir okkar gera. Við þurfum ekki að láta ljósmæður fara í kjaradeilu. Við þurfum ekki að láta löggæslu og samgöngur drabbast niður. Við þurfum ekki að hafa samfélag þar sem ríkasta 1% landsmanna á meira en 80% þjóðarinnar. Við þurfum ekki að hafa bæjarstjórann í Þorlákshöfn á hærri launum en borgarstjórann í London. Við þurfum ekki að lækka veiðileyfagjöld helmingi meira en það sem stendur til að hækka persónuafslátt fólks. Og við þurfum ekki að vera eitt dýrasta land í heimi. Við lestur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ljóst að stórútgerðarmenn þurfa ekki að fara í mikla kjaradeilu við þessa ríkisstjórn eins og ljósmæður þurftu að gera. Enn á að refsa öryrkjum fyrir samfélagsþátttöku sína og eldri borgarar þurfa áfram að bíða eftir mannsæmandi kjörum. Barnabætur eru enn skilgreindar sem fátækrastyrkur og framhaldsskólarnir fá beinlínis lækkun á fjárframlögum milli ára. Við höfum allt til alls á landinu okkar ef við viljum. En þá þarf að hætta að dekra við sérhagsmuni og sjálftökuliðið. Hlúum að hinum venjulega Íslendingi og gerum lífið auðveldara og ódýrara.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er að mörgu leyti gott samfélag. Menningarlíf landsmanna er í blóma, stutt er í óviðjafnanlega náttúrufegurð og yfirleitt er mikil nálægð við fjölskyldu og vini. Hins vegar er sumt sem er þyngra en tárum taki. Í hverri viku deyr einn Íslendingur vegna ofneyslu lyfja og annar mun fremja sjálfsvíg. Í dag búa 6.000 íslensk börn við fátækt og um hundrað eldri borgarar búa á spítalanum því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum einungis 350 þúsund og við erum 11. ríkasta land í heimi. Við þurfum ekki láta eldri borgara og fjölskyldur þeirra búa við óvissu og bág kjör. Við þurfum ekki að refsa öryrkjum fyrir að vinna. Við þurfum ekki að setja minni fjármuni í háskólana en nágrannaþjóðir okkar gera. Við þurfum ekki að láta ljósmæður fara í kjaradeilu. Við þurfum ekki að láta löggæslu og samgöngur drabbast niður. Við þurfum ekki að hafa samfélag þar sem ríkasta 1% landsmanna á meira en 80% þjóðarinnar. Við þurfum ekki að hafa bæjarstjórann í Þorlákshöfn á hærri launum en borgarstjórann í London. Við þurfum ekki að lækka veiðileyfagjöld helmingi meira en það sem stendur til að hækka persónuafslátt fólks. Og við þurfum ekki að vera eitt dýrasta land í heimi. Við lestur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ljóst að stórútgerðarmenn þurfa ekki að fara í mikla kjaradeilu við þessa ríkisstjórn eins og ljósmæður þurftu að gera. Enn á að refsa öryrkjum fyrir samfélagsþátttöku sína og eldri borgarar þurfa áfram að bíða eftir mannsæmandi kjörum. Barnabætur eru enn skilgreindar sem fátækrastyrkur og framhaldsskólarnir fá beinlínis lækkun á fjárframlögum milli ára. Við höfum allt til alls á landinu okkar ef við viljum. En þá þarf að hætta að dekra við sérhagsmuni og sjálftökuliðið. Hlúum að hinum venjulega Íslendingi og gerum lífið auðveldara og ódýrara.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar