Upplýst einræði í farangursmálum Þórlindur Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:00 Fyrir utan samsetningu á IKEA húsgögnum þá er fátt sem hefur valdið eins mikilli togstreitu í samskiptum mínum við eiginkonu mína í gegnum tíðina og ákvarðanir um hvað þurfi að pakkast með í utanlandsferðir. Það er óbrigðult að kvöldið fyrir ferðalag fer fram nákvæmlega sama fyrirsjáanlega umræðan um það hversu margar töskur þurfi að hafa með í ferðina og hvað eigi að vera í þeim. „Hversu margar dúnúlpur heldurðu í alvörunni að við þurfum á Tenerife?“ „Það getur verið kalt á kvöldin og í flugvélinni.“ „En er þá ekki nóg að taka með jakka?“ „En ef það verður brjálað veður þegar við komum út á völl í fyrramálið?“ „Þá skutla ég ykkur bara upp að stöðinni og legg bílnum.“ „En ef það verður stormur þegar við komum til baka, um miðja nótt. Viltu að börnin krókni úr kulda á stuttermabol í hagléli og sautján vindstigum á meðan við leitum að bílnum sem þú ert búinn að gleyma hvar þú lagðir?“ „Það er nú kominn júlí.“ Ökkli eða eyra Mín kenning er nefnilega sú að það sé hægt að fara í sumarfrí með ekkert annað en kreditkort og vegabréf upp á vasann. Allt annað muni einhvern veginn leysast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mínútur að henda ofan í plastpoka nokkrum flíkum og við gætum svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eiginkona mín fengi að ráða þá þyrftum við líklega að gera það sama og sádiarabíska kóngafólkið sem sendir aukaflugvél með farangurinn þegar það ferðast til útlanda, og tvær til baka með afrakstur verslunarferðanna. Þessi togstreita milli okkar hefur á endanum oftast skilað þeirri niðurstöðu að farangurinn sem við tökum með okkur rúmast nokkurn veginn fullkomlega innan þeirra heimilda sem flugfélög gera almennt ráð fyrir með vísitölufjölskyldu. Tvær tiltölulega stórar ferðatöskur eru tékkaðar inn, ein flugfreyjutaska kemur með í vélina og allir hafa á sér bakpoka eða tösku með afþreyingarefni fyrir flugferðina. Engum verður kalt. Enginn verður blautur. Allir hafa feykinóg af afþreyingu. 50% af farangrinum reynast óþörf. Og þótt þessi niðurstaða hafi ætíð reynst mjög farsæl þá höfum samt sem áður átt erfitt með að venja okkur af því að karpa hressilega um málið áður við sættumst á sömu lausn og áður. Farangurseinvaldur En nýverið hefur orðið sú gleðilega breyting á að eiginkona mín virðist loksins hafa séð að sér. Áralangur ágangur virðist hafa skilað því að hún nennir ekki þessum rökræðum. Loksins fæ ég að vera nokkurn veginn einráður um það hversu mikill farangur var tekinn með. Ein stór taska og bakpoki á línuna. Eina vitið. Skiptir einhver um föt í sumarfríi? Þarf maður ekki einmitt bara stuttbuxur og svo einn eða tvo boli? Sigri hrósandi höfuð fjölskyldunnar, húsbóndinn á heimilinu, fékk því loksins framgengt að hlustað væri á hans óbrigðulu rökvísi og allir heimilismenn framkvæmdu flatan niðurskurð á þeim óþarfa sem við höfðum áður burðast með milli landa og heimsálfa. „Sjáið þið bara kolefnisfótsporið okkar, það bara minnkar og minnkar. Við erum ekki bara sparsöm og skynsöm heldur erum við hreinlega að bjarga umhverfinu og jörðinni. Namaste. Setjum þetta strax á Instasnappið.“ Og svona hefur fjölskyldan ferðast í nokkur skipti; dúnúlpu- og ullarsokkalaus með örfáar spjarir til skiptanna í neyðartilvikum. Kampakátur kippi ég einni léttri tösku af færibandinu á flugvellinum og valhoppa svo sönglandi út, en horfi með samúð til allra hinna heimilisfeðranna og mæðranna sem með útþandar hálsæðar stafla útbólgnum ferðatöskum upp á töskukerrurnar og ýta þeim svo—rymjandi og stynjandi eins og úrvinda jakuxar—út um hliðið þar sem ekkert bíður nema áframhaldandi puð og pína þangað til komið er á hótelið. Skammvinnur sigur Það verður þó að segjast að þessir sigrar mínir í ferðaskipulagi fjölskyldunnar hafa ekki endilega verið eins afgerandi og ég hélt. Það hefur komið í ljós að þótt gjarnan reynist drjúgur hluti farangursins óþarfur, þá er ómögulegt að vita fyrirfram nákvæmlega hvaða hluti af farangrinum það var sem mátti missa sín. Fyrir vikið hefur undanfarið þurft að gera umtalsverð innkaup á ýmiss konar staðalútbúnaði sem við áttum til heima. Þannig að nú eigum við tvö eða þrjú eintök af alls konar dóti sem við þurfum ekki að eiga nema eitt af. Og svo hefur það því miður reynst óbrigðul niðurstaða af illa upplýstu einræði mínu í farangursmálum að við höfum neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýjar töskur, á heimleiðinni undir allan varninginn sem við þurftum að kaupa á ferðalaginu. Þannig að hin upplýsta og umhverfisvæna farangursstefna mín hefur leitt til þess að inni á heimilinu eru smám saman að safnast upp birgðir af bæði ferðatöskum og ýmiss konar sumarfrísdrasli í fjölriti, sem gerir ekkert annað en að éta rúmmetra. Það má því segja að fullnaðarsigur minn hafi reynst skammgóður vermir. Þetta gekk allt miklu betur þegar niðurstaðan í farangursmálum var afrakstur smávægilegrar togstreitu. Togstreita til góðs Þeir sem rannsaka ákvarðanatöku myndu kannast ágætlega við farangurssöguna mína. Ákvarðanir sem byggjast á samtali og málamiðlunum reynast oftast betur en þær sem keyrðar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem falið er vald því það gerist nefnilega furðufljótt að valdhafar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frekar að hafa í kringum sig fólk sem er tilbúið að hlusta, hlýða og trúa. Þetta á ekki síst við í málum sem „allir“ virðast vera sammála um, eða enginn þorir að mótmæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vikunni þegar Alþingi er sett því jafnvel þótt rifrildi geti virst leiðinleg, þá geta þau þjónað mikilvægum tilgangi því togstreitan sjálf hnikar gjarnan ákvörðunum í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir utan samsetningu á IKEA húsgögnum þá er fátt sem hefur valdið eins mikilli togstreitu í samskiptum mínum við eiginkonu mína í gegnum tíðina og ákvarðanir um hvað þurfi að pakkast með í utanlandsferðir. Það er óbrigðult að kvöldið fyrir ferðalag fer fram nákvæmlega sama fyrirsjáanlega umræðan um það hversu margar töskur þurfi að hafa með í ferðina og hvað eigi að vera í þeim. „Hversu margar dúnúlpur heldurðu í alvörunni að við þurfum á Tenerife?“ „Það getur verið kalt á kvöldin og í flugvélinni.“ „En er þá ekki nóg að taka með jakka?“ „En ef það verður brjálað veður þegar við komum út á völl í fyrramálið?“ „Þá skutla ég ykkur bara upp að stöðinni og legg bílnum.“ „En ef það verður stormur þegar við komum til baka, um miðja nótt. Viltu að börnin krókni úr kulda á stuttermabol í hagléli og sautján vindstigum á meðan við leitum að bílnum sem þú ert búinn að gleyma hvar þú lagðir?“ „Það er nú kominn júlí.“ Ökkli eða eyra Mín kenning er nefnilega sú að það sé hægt að fara í sumarfrí með ekkert annað en kreditkort og vegabréf upp á vasann. Allt annað muni einhvern veginn leysast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mínútur að henda ofan í plastpoka nokkrum flíkum og við gætum svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eiginkona mín fengi að ráða þá þyrftum við líklega að gera það sama og sádiarabíska kóngafólkið sem sendir aukaflugvél með farangurinn þegar það ferðast til útlanda, og tvær til baka með afrakstur verslunarferðanna. Þessi togstreita milli okkar hefur á endanum oftast skilað þeirri niðurstöðu að farangurinn sem við tökum með okkur rúmast nokkurn veginn fullkomlega innan þeirra heimilda sem flugfélög gera almennt ráð fyrir með vísitölufjölskyldu. Tvær tiltölulega stórar ferðatöskur eru tékkaðar inn, ein flugfreyjutaska kemur með í vélina og allir hafa á sér bakpoka eða tösku með afþreyingarefni fyrir flugferðina. Engum verður kalt. Enginn verður blautur. Allir hafa feykinóg af afþreyingu. 50% af farangrinum reynast óþörf. Og þótt þessi niðurstaða hafi ætíð reynst mjög farsæl þá höfum samt sem áður átt erfitt með að venja okkur af því að karpa hressilega um málið áður við sættumst á sömu lausn og áður. Farangurseinvaldur En nýverið hefur orðið sú gleðilega breyting á að eiginkona mín virðist loksins hafa séð að sér. Áralangur ágangur virðist hafa skilað því að hún nennir ekki þessum rökræðum. Loksins fæ ég að vera nokkurn veginn einráður um það hversu mikill farangur var tekinn með. Ein stór taska og bakpoki á línuna. Eina vitið. Skiptir einhver um föt í sumarfríi? Þarf maður ekki einmitt bara stuttbuxur og svo einn eða tvo boli? Sigri hrósandi höfuð fjölskyldunnar, húsbóndinn á heimilinu, fékk því loksins framgengt að hlustað væri á hans óbrigðulu rökvísi og allir heimilismenn framkvæmdu flatan niðurskurð á þeim óþarfa sem við höfðum áður burðast með milli landa og heimsálfa. „Sjáið þið bara kolefnisfótsporið okkar, það bara minnkar og minnkar. Við erum ekki bara sparsöm og skynsöm heldur erum við hreinlega að bjarga umhverfinu og jörðinni. Namaste. Setjum þetta strax á Instasnappið.“ Og svona hefur fjölskyldan ferðast í nokkur skipti; dúnúlpu- og ullarsokkalaus með örfáar spjarir til skiptanna í neyðartilvikum. Kampakátur kippi ég einni léttri tösku af færibandinu á flugvellinum og valhoppa svo sönglandi út, en horfi með samúð til allra hinna heimilisfeðranna og mæðranna sem með útþandar hálsæðar stafla útbólgnum ferðatöskum upp á töskukerrurnar og ýta þeim svo—rymjandi og stynjandi eins og úrvinda jakuxar—út um hliðið þar sem ekkert bíður nema áframhaldandi puð og pína þangað til komið er á hótelið. Skammvinnur sigur Það verður þó að segjast að þessir sigrar mínir í ferðaskipulagi fjölskyldunnar hafa ekki endilega verið eins afgerandi og ég hélt. Það hefur komið í ljós að þótt gjarnan reynist drjúgur hluti farangursins óþarfur, þá er ómögulegt að vita fyrirfram nákvæmlega hvaða hluti af farangrinum það var sem mátti missa sín. Fyrir vikið hefur undanfarið þurft að gera umtalsverð innkaup á ýmiss konar staðalútbúnaði sem við áttum til heima. Þannig að nú eigum við tvö eða þrjú eintök af alls konar dóti sem við þurfum ekki að eiga nema eitt af. Og svo hefur það því miður reynst óbrigðul niðurstaða af illa upplýstu einræði mínu í farangursmálum að við höfum neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýjar töskur, á heimleiðinni undir allan varninginn sem við þurftum að kaupa á ferðalaginu. Þannig að hin upplýsta og umhverfisvæna farangursstefna mín hefur leitt til þess að inni á heimilinu eru smám saman að safnast upp birgðir af bæði ferðatöskum og ýmiss konar sumarfrísdrasli í fjölriti, sem gerir ekkert annað en að éta rúmmetra. Það má því segja að fullnaðarsigur minn hafi reynst skammgóður vermir. Þetta gekk allt miklu betur þegar niðurstaðan í farangursmálum var afrakstur smávægilegrar togstreitu. Togstreita til góðs Þeir sem rannsaka ákvarðanatöku myndu kannast ágætlega við farangurssöguna mína. Ákvarðanir sem byggjast á samtali og málamiðlunum reynast oftast betur en þær sem keyrðar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem falið er vald því það gerist nefnilega furðufljótt að valdhafar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frekar að hafa í kringum sig fólk sem er tilbúið að hlusta, hlýða og trúa. Þetta á ekki síst við í málum sem „allir“ virðast vera sammála um, eða enginn þorir að mótmæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vikunni þegar Alþingi er sett því jafnvel þótt rifrildi geti virst leiðinleg, þá geta þau þjónað mikilvægum tilgangi því togstreitan sjálf hnikar gjarnan ákvörðunum í rétta átt.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun