Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 10:35 Mennirnir tveir hafa verið nafngreindir sem Alexander Petrov og Ruslan Bosjirov. Vísir/AP Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018 Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Tveir menn sem rússnesk stjórnvöld segja að séu þeir sömu og breska ríkisstjórnin hefur sakað um að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars fullyrða að þeir hafi aðeins verið ferðamenn í enska bænum. Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í síðustu viku. Þeir séu útsendarar herleyniþjónustunnar GRU og að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið skipun um að Sprípal skyldi ráðinn af dögum. Pútín fullyrti í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu borið kennsl á mennina tvo. Þeir væru ekki glæpamenn heldur óbreyttir borgarar. Best væri að þeir stigu sjálfir fram og segðu sína sögu. Mennirnir tveir sem Pútín segir að séu þeir sem Bretar hafi borið kennsl á sögðu rússnesku sjónvarpsstöðinni RT að þeir hafi aðeins komið sem ferðamenn til Salisbury. Þar hafi þeir skoðað dómkirkjuna áður en þeir sneru aftur til London með lest, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt rannsókn breskra yfirvalda komu mennirnir tveir til London frá Moskvu 2. mars. Þeir hafi tvisvar ferðast til Salisbury á jafnmörgum dögum. Leifar af taugaeitrinu Novichok hafi fundist á hótelherberginu sem þeir gistu á. Þeir hafi farið aftur til Moskvu eftir að hafa borið eitrið á hurðarhún á útidyrahurð húss Skrípal.Suspects in poisoning of ex-Russian spy Sergei Skripal tell state-sponsored TV network RT they visited Salisbury as tourists to see "the famous cathedral" https://t.co/y9lxfNyWdI pic.twitter.com/JFClhtVPxn— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 13, 2018
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24