Að gefa tjald Árni Gunnarsson skrifar 13. september 2018 07:00 Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun