Kalifornía ætlar að framleiða allt rafmagn án kolefnis fyrir 2045 Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 09:03 Nýju lögin gera ráð fyrir að allt rafmagn verði framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og sólarorku fyrir miðja öldina. Vísir/Getty Stjórnvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sett sér það markmið að öll raforkuframleiðsla í ríkinu verði kolefnisfrí fyrir árið 2045. Lög sem samþykkt voru þar gera ráð fyrir að orkufyrirtæki þurfi að framleiða 60% orku með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2030. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hét því að ríkið myndi ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að halda áfram að afkolefnisvæða hagkerfið. Kalifornía er fimmta stærsta hagkerfi heims og verður annað bandaríska ríkið á eftir Havaí til þess að skuldbinda sig til þess að framleiða raforku með vistvænum hætti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum orkunefndar Kaliforníu var um þriðjungur raforku sem seld var í ríkinu í fyrra framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nýju lögin leggjast hins vegar illa í sum stærstu orkufyrirtæki landsins sem vara við því að þau muni hækka orkuverð til almennings. Umhverfisverndarsinnar hafa aftur á móti fagnað aðgerðunum. Á sama tíma og Kalifornía tilkynnir um aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætlar ríkisstjórn Donalds Trump forseta enn að slaka á alríkisreglum. New York Times segir frá því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ætli að auðvelda orkufyrirtækjum að losa metan út í andrúmsloftið. Áður hefur hún lagt fram tillögur um að veikja verulega reglur um takmarkanir á losun frá kolaorkuverum og bifreiðum. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Stjórnvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sett sér það markmið að öll raforkuframleiðsla í ríkinu verði kolefnisfrí fyrir árið 2045. Lög sem samþykkt voru þar gera ráð fyrir að orkufyrirtæki þurfi að framleiða 60% orku með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2030. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hét því að ríkið myndi ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að halda áfram að afkolefnisvæða hagkerfið. Kalifornía er fimmta stærsta hagkerfi heims og verður annað bandaríska ríkið á eftir Havaí til þess að skuldbinda sig til þess að framleiða raforku með vistvænum hætti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum orkunefndar Kaliforníu var um þriðjungur raforku sem seld var í ríkinu í fyrra framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nýju lögin leggjast hins vegar illa í sum stærstu orkufyrirtæki landsins sem vara við því að þau muni hækka orkuverð til almennings. Umhverfisverndarsinnar hafa aftur á móti fagnað aðgerðunum. Á sama tíma og Kalifornía tilkynnir um aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætlar ríkisstjórn Donalds Trump forseta enn að slaka á alríkisreglum. New York Times segir frá því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ætli að auðvelda orkufyrirtækjum að losa metan út í andrúmsloftið. Áður hefur hún lagt fram tillögur um að veikja verulega reglur um takmarkanir á losun frá kolaorkuverum og bifreiðum.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45