Sjáðu Maradona taka Víkingaklappið í Mexíkó: "Ég var veikur í fjórtán ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 09:30 Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Maradona er orðinn 57 ára gamall og hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævinni. Baráttan við eiturlyfjafíknina hefur sett mikinn svip á hans líf og margir hafa því áhyggjur að sjá hann kominn til Mexíkó. Ekki síst þar sem hann er kominn til Culiacan þar sem Sinaloa-eiturlyfjahringurinn ræður ríkjum. Það var eiturlyfjabaróninn El Chapo Guzman sem stofnaði þau samtök og hann bjó í Culiacan. Maradona ræddi fíkn sína og framhaldið þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af ráðningunni. Hann segist nú tilbúinn í heilbrigðara líferni. „Ég vil gefa Dorados það sem ég týndi þegar ég var veikur,“ sagði Diego Maradona sem er kominn á sömu slóðir og hann leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils sumarið 1986 með stórkostlegri frammistöðu inn á vellinum.pic.twitter.com/5pv5BBYw6y — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018„Ég var veikur í fjórtán ár. Nú vil ég sjá sólina og fara að sofa á kvöldin. Ég var ekki einu sinni vanur því að leggjast í rúmið. Ég vissi ekki hvað koddi var. Þess vegna tók ég tilboðinu frá Dorados,“ sagði Maradona. Maradona hefur reynt fyrir sér sem þjálfari hjá argentínska landsliðinu, og arabísku félögunum Al Wasl og Fujairah. Maradona var boðinn velkominn hjá Dorados de Sinaloa í gær og þar þakkaði hann fyrir móttökurnar með því að taka Víkingaklappið með leikmönnum og stuðningsmönnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.Haciendo click. pic.twitter.com/cqD0GdEJcp — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018Maradona mætti á HM í Rússlandi í sumar og sá meðal annars leik Íslands og Argentínu. Hann virðist hafa lært Víkingaklappið í leiðinni. Hann var búinn að taka að sér starf stjórnarformanns hjá Dinamo Brest í Hvíta Rússlandi fyrr á þessu áru en ekki er vitað hvað þessu ráðning, til liðs hinum megin á hnettinum, muni enda það ævintýri. „Ég vil vera lengi hjá Dorados,“ sagði Maradona sem lofar endurbótum á sínu lífi. „Fólk getur sagt margt um mig. Ég var á niðurleið og var fara illa með mig. Það var skref aftur á bak en fótboltinn er skref fram á við. Allt er breytt hjá mér og ég þakka dætrum mínum fyrir það,“ sagði Maradona. Það var vel tekið á móti kappanum eins og sést hér fyrir neðan.El D1eg0 de la gente. #HazlaDeDiezpic.twitter.com/IjK6Sh5Mxf — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Maradona er orðinn 57 ára gamall og hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævinni. Baráttan við eiturlyfjafíknina hefur sett mikinn svip á hans líf og margir hafa því áhyggjur að sjá hann kominn til Mexíkó. Ekki síst þar sem hann er kominn til Culiacan þar sem Sinaloa-eiturlyfjahringurinn ræður ríkjum. Það var eiturlyfjabaróninn El Chapo Guzman sem stofnaði þau samtök og hann bjó í Culiacan. Maradona ræddi fíkn sína og framhaldið þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af ráðningunni. Hann segist nú tilbúinn í heilbrigðara líferni. „Ég vil gefa Dorados það sem ég týndi þegar ég var veikur,“ sagði Diego Maradona sem er kominn á sömu slóðir og hann leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils sumarið 1986 með stórkostlegri frammistöðu inn á vellinum.pic.twitter.com/5pv5BBYw6y — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018„Ég var veikur í fjórtán ár. Nú vil ég sjá sólina og fara að sofa á kvöldin. Ég var ekki einu sinni vanur því að leggjast í rúmið. Ég vissi ekki hvað koddi var. Þess vegna tók ég tilboðinu frá Dorados,“ sagði Maradona. Maradona hefur reynt fyrir sér sem þjálfari hjá argentínska landsliðinu, og arabísku félögunum Al Wasl og Fujairah. Maradona var boðinn velkominn hjá Dorados de Sinaloa í gær og þar þakkaði hann fyrir móttökurnar með því að taka Víkingaklappið með leikmönnum og stuðningsmönnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.Haciendo click. pic.twitter.com/cqD0GdEJcp — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018Maradona mætti á HM í Rússlandi í sumar og sá meðal annars leik Íslands og Argentínu. Hann virðist hafa lært Víkingaklappið í leiðinni. Hann var búinn að taka að sér starf stjórnarformanns hjá Dinamo Brest í Hvíta Rússlandi fyrr á þessu áru en ekki er vitað hvað þessu ráðning, til liðs hinum megin á hnettinum, muni enda það ævintýri. „Ég vil vera lengi hjá Dorados,“ sagði Maradona sem lofar endurbótum á sínu lífi. „Fólk getur sagt margt um mig. Ég var á niðurleið og var fara illa með mig. Það var skref aftur á bak en fótboltinn er skref fram á við. Allt er breytt hjá mér og ég þakka dætrum mínum fyrir það,“ sagði Maradona. Það var vel tekið á móti kappanum eins og sést hér fyrir neðan.El D1eg0 de la gente. #HazlaDeDiezpic.twitter.com/IjK6Sh5Mxf — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira