Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2018 05:30 Forsíður sænsku blaðanna segja allt sem segja þarf um óljóst framhald eftir kosningarnar. Vísir/EPA Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderaterna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórnmála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Svíþjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Svíþjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyfingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að myndun ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti að fá forsætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leiðtogar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Moderaterna og Kristilegum demókrötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðardemókrata. Undir það tóku Kristilegir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokkirnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niðurstöðurnar marka endalok blokkapólitíkur. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderaterna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórnmála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Svíþjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Svíþjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyfingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að myndun ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti að fá forsætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leiðtogar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Moderaterna og Kristilegum demókrötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðardemókrata. Undir það tóku Kristilegir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokkirnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niðurstöðurnar marka endalok blokkapólitíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira