Frelsið til að vera ég sjálf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2018 10:00 Ugla Stefanía, Hallfríður Þóra og Vala eru spenntar fyrir frumsýningunni á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff. Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul talsmanneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. „Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. „Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við.Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur.Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir menntaskólanema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís. Menning RIFF Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff. Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul talsmanneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. „Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. „Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við.Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur.Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir menntaskólanema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís.
Menning RIFF Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira