Tollaveislan mikla Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. september 2018 07:00 Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar