Hálfur milljarður án útboðs í borginni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. september 2018 06:00 Mjög hár kostnaður sem þarfnast útskýringar, segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fréttablaðið/Ernir Á fyrstu sex mánuðum ársins keypti Reykjavíkurborg það sem kallast sérfræðiþjónusta og önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir króna. Þetta samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum borgarinnar á tímabilinu. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta óþægilega háa fjárhæð sem þarfnist útskýringa. Fyrr í mánuðinum gerði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði borgarinnar athugasemdir við þennan óútskýrða kostnað eins og hann birtist í yfirliti skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. Sagði fulltrúinn, Björn Gíslason, yfirlitið „ískyggilegt“ í bókun á fundi ráðsins. Guðlaug S. Sigurðardóttir, fjármálastjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, segir í svari við fyrirspurn blaðsins að rúmum 277 milljónum hafi verið varið í „kaup á sérfræðiþjónustu“ á fyrstu sex mánuðum ársins og ríflega 296 milljónir fóru í „önnur vörukaup“. Án útboðs. „Kaup á sérfræðiþjónustu og önnur vörukaup nema því samtals 574.273.893 krónum,“ segir Guðlaug. Hún vill þó setja upphæðina í samhengi við heildarfjárfestingu á fyrri helmingi ársins. „Þær 574 milljónir – heildarinnkaup án útboðs eru því 7,16% af 8.020 milljóna heildarinnkaupum.“Heildarinnkaup Reykjavíkurborgar á fyrstu 6 mánuðum ársins námu 8 milljörðum. Fréttablaðið/StefánFréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á 574 milljónunum en fékk þau svör að innkauparáð myndi fá hana fyrst og fara yfir á næsta fundi. „Þetta er óþægilega há tala á stuttum tíma,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Nauðsynlegt sé að fá frekari útskýringar á kostnaðinum. „Þegar boðið er út færðu hagkvæmari innkaup en einnig er hafið yfir allan vafa að það séu engin önnur sjónarmið sem ráða. Þjóðin var hneyksluð á 22 milljóna króna ljósareikningi á Þingvöllum en ítrekað erum við að sjá í borginni tölur sem eru óútskýrðar eða framúrkeyrslu sem nemur hundruðum milljóna.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða borgarstjóra vegna málsins en aðstoðarmaður hans vísaði á svar Guðlaugar og taldi ekki tilefni til að bregðast frekar við gagnrýni Sjálfstæðismanna. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Á fyrstu sex mánuðum ársins keypti Reykjavíkurborg það sem kallast sérfræðiþjónusta og önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir króna. Þetta samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum borgarinnar á tímabilinu. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta óþægilega háa fjárhæð sem þarfnist útskýringa. Fyrr í mánuðinum gerði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði borgarinnar athugasemdir við þennan óútskýrða kostnað eins og hann birtist í yfirliti skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. Sagði fulltrúinn, Björn Gíslason, yfirlitið „ískyggilegt“ í bókun á fundi ráðsins. Guðlaug S. Sigurðardóttir, fjármálastjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, segir í svari við fyrirspurn blaðsins að rúmum 277 milljónum hafi verið varið í „kaup á sérfræðiþjónustu“ á fyrstu sex mánuðum ársins og ríflega 296 milljónir fóru í „önnur vörukaup“. Án útboðs. „Kaup á sérfræðiþjónustu og önnur vörukaup nema því samtals 574.273.893 krónum,“ segir Guðlaug. Hún vill þó setja upphæðina í samhengi við heildarfjárfestingu á fyrri helmingi ársins. „Þær 574 milljónir – heildarinnkaup án útboðs eru því 7,16% af 8.020 milljóna heildarinnkaupum.“Heildarinnkaup Reykjavíkurborgar á fyrstu 6 mánuðum ársins námu 8 milljörðum. Fréttablaðið/StefánFréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á 574 milljónunum en fékk þau svör að innkauparáð myndi fá hana fyrst og fara yfir á næsta fundi. „Þetta er óþægilega há tala á stuttum tíma,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Nauðsynlegt sé að fá frekari útskýringar á kostnaðinum. „Þegar boðið er út færðu hagkvæmari innkaup en einnig er hafið yfir allan vafa að það séu engin önnur sjónarmið sem ráða. Þjóðin var hneyksluð á 22 milljóna króna ljósareikningi á Þingvöllum en ítrekað erum við að sjá í borginni tölur sem eru óútskýrðar eða framúrkeyrslu sem nemur hundruðum milljóna.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða borgarstjóra vegna málsins en aðstoðarmaður hans vísaði á svar Guðlaugar og taldi ekki tilefni til að bregðast frekar við gagnrýni Sjálfstæðismanna.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík 18. september 2018 06:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum. 18. september 2018 07:00