Sókn á sviði menntunar Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 21. september 2018 14:20 Haustið skipar sérstakan sess í huga kennara og annarra stétta sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi. Börn flykkjast í skólann sinn, starfið fer af stað með tilheyrandi annríki og eftirvæntingu, púsla þarf saman skóla- og frístundastarfi, mynda tengsl og byggja brýr. Þetta haust fer vel af stað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en á sviðinu fer fram menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Nemendum fjölgar verulega sem stefna á kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, og það fjölgaði á námsleiðum fyrir fólk með fjölbreytta menntun að baki sem vill bæta við sig kennsluréttindum auk þess sem kennarar og annað fagfólk sækir til okkar í starfs- og diplómanám. Breytingar á kennaranámi Þrátt aukna aðsókn í kennaranám er mikilvægt að fjölga nemendum enn frekar. Alvarlegur skortur á leikskólakennurum er um land allt og ekki hefur verið eðlileg nýliðun í hópi grunnskólakennara landsins. Undanfarnar vikur greini ég mikla samstöðu meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi kennaramenntunar og nauðsyn þess að finna leiðir til að styðja við nemendur í kennaranámi. Á Menntavísindasviði höldum við áfram að þróa og efla námið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Nú í haust hófst nám í fjórum nýjum deildum, sem bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til kennsluréttinda. Ný deildarskipting endurspeglar betur heildstæða sýn á menntun og mikilvægi þess að fjölbreyttar fagstéttir taki höndum saman um velferð og vöxt barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi. Þá hafa opnast fleiri dyr fyrir þrepaskipt nám, sveigjanlegt nám, styttri námsleiðir og nám með starfi. Samhliða þessum nýjungum teljum við mikilvægt að koma á samstarfi milli háskóla og sveitarfélaga um markvissan stuðning við nýútskrifaða kennara. Sterk tengsl við vettvang og samfélag Hlutverk Menntavísindasviðs er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir rannsóknum sem renna stoðum undir menntakerfi framtíðarinnar. Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og að nemendur fari í starfsþjálfun í skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir samfélagins. Á vettvangi gefst ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að kynnast daglegu starfi og láta reyna á hæfni sína og þekkingu undir handleiðslu leiðsagnarkennara. Reynt fagfólk á sviði menntunar, gjarnan með áratuga starfsreynslu, stundar framhaldsnám við sviðið til að þróa og dýpka starf sitt og þekkingu. Það kemur inn með ómetanlegt sjónarhorn og Menntavísindasvið væri fátækt án þeirra. Það er dýrmætt fyrir háskólastofnun að vera í jafn þéttum tengslum við starfandi fagstéttir. Markmið okkar á næstu misserum er að auka framboð á námi sem kennarar og aðrir fagaðilar geta nýtt sér til starfsþróunar. Þá eru fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni í gangi þar sem fræðimenn starfa með kennurum og fagfólki að innleiðingu nýrra starfshátta. Stöndum saman um menntakerfið Við stöndum frammi fyrir margvíslegum áskorunum í samfélaginu í dag. Umhverfisbreytingar af völdum hnattrænnar hlýnunar kalla á gjörbreyttar lífsvenjur; fjórða iðnbyltingin, sem þegar hefur hafið innreið sína, mun móta nýja atvinnuhætti og hefur þegar kollvarpað samskiptaformi okkar; alvarlegar áskoranir í heimsmálum, s.s. efnahagslegur óstöðugleiki, ófriður og aukinn fjöldi flóttamanna, krefjast ábyrgrar þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Alhliða menntun sem felur í sér „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“, líkt og Stephan G. orðaði það, er grundvöllur þess að unga fólkið okkar hafi forsendur til að takast á við þessi mikilvægu lífsverkefni. Stöndum saman um menntun barnanna okkar, hvetjum þá til dáða sem ákveða að helga sig kennslu og menntastörfum og styðjum við starfsumhverfi starfsfólks og barna í skóla- og frístundastarfi. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Haustið skipar sérstakan sess í huga kennara og annarra stétta sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi. Börn flykkjast í skólann sinn, starfið fer af stað með tilheyrandi annríki og eftirvæntingu, púsla þarf saman skóla- og frístundastarfi, mynda tengsl og byggja brýr. Þetta haust fer vel af stað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en á sviðinu fer fram menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Nemendum fjölgar verulega sem stefna á kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, og það fjölgaði á námsleiðum fyrir fólk með fjölbreytta menntun að baki sem vill bæta við sig kennsluréttindum auk þess sem kennarar og annað fagfólk sækir til okkar í starfs- og diplómanám. Breytingar á kennaranámi Þrátt aukna aðsókn í kennaranám er mikilvægt að fjölga nemendum enn frekar. Alvarlegur skortur á leikskólakennurum er um land allt og ekki hefur verið eðlileg nýliðun í hópi grunnskólakennara landsins. Undanfarnar vikur greini ég mikla samstöðu meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi kennaramenntunar og nauðsyn þess að finna leiðir til að styðja við nemendur í kennaranámi. Á Menntavísindasviði höldum við áfram að þróa og efla námið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Nú í haust hófst nám í fjórum nýjum deildum, sem bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til kennsluréttinda. Ný deildarskipting endurspeglar betur heildstæða sýn á menntun og mikilvægi þess að fjölbreyttar fagstéttir taki höndum saman um velferð og vöxt barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi. Þá hafa opnast fleiri dyr fyrir þrepaskipt nám, sveigjanlegt nám, styttri námsleiðir og nám með starfi. Samhliða þessum nýjungum teljum við mikilvægt að koma á samstarfi milli háskóla og sveitarfélaga um markvissan stuðning við nýútskrifaða kennara. Sterk tengsl við vettvang og samfélag Hlutverk Menntavísindasviðs er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir rannsóknum sem renna stoðum undir menntakerfi framtíðarinnar. Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og að nemendur fari í starfsþjálfun í skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir samfélagins. Á vettvangi gefst ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að kynnast daglegu starfi og láta reyna á hæfni sína og þekkingu undir handleiðslu leiðsagnarkennara. Reynt fagfólk á sviði menntunar, gjarnan með áratuga starfsreynslu, stundar framhaldsnám við sviðið til að þróa og dýpka starf sitt og þekkingu. Það kemur inn með ómetanlegt sjónarhorn og Menntavísindasvið væri fátækt án þeirra. Það er dýrmætt fyrir háskólastofnun að vera í jafn þéttum tengslum við starfandi fagstéttir. Markmið okkar á næstu misserum er að auka framboð á námi sem kennarar og aðrir fagaðilar geta nýtt sér til starfsþróunar. Þá eru fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni í gangi þar sem fræðimenn starfa með kennurum og fagfólki að innleiðingu nýrra starfshátta. Stöndum saman um menntakerfið Við stöndum frammi fyrir margvíslegum áskorunum í samfélaginu í dag. Umhverfisbreytingar af völdum hnattrænnar hlýnunar kalla á gjörbreyttar lífsvenjur; fjórða iðnbyltingin, sem þegar hefur hafið innreið sína, mun móta nýja atvinnuhætti og hefur þegar kollvarpað samskiptaformi okkar; alvarlegar áskoranir í heimsmálum, s.s. efnahagslegur óstöðugleiki, ófriður og aukinn fjöldi flóttamanna, krefjast ábyrgrar þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Alhliða menntun sem felur í sér „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“, líkt og Stephan G. orðaði það, er grundvöllur þess að unga fólkið okkar hafi forsendur til að takast á við þessi mikilvægu lífsverkefni. Stöndum saman um menntun barnanna okkar, hvetjum þá til dáða sem ákveða að helga sig kennslu og menntastörfum og styðjum við starfsumhverfi starfsfólks og barna í skóla- og frístundastarfi. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun