Hafa fengið ansi margar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2018 20:12 Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málefnum fyrirtækisins á fundi borgarstjórnar í dag. Hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fundinn en borgarstjóri og borgarfulltrúar borgarráðs voru ánægðir með svör hennar í ráðinu og sögðu að áframhald þess væri í höndum stjórnarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar á að gera úttekt á fyrirtækinu. Borgarfulltrúar höfðu heyrt frá fólki sem hefur kvartað undan starfsháttum í fyrirtækinu. „Við vitum það borgarfulltrúar að við erum að fá ýmis skilaboð og það var ágætis umræða um það núna og við komum til með að framsenda þau skilaboð, þá með leyfi viðkomandi aðila ef að það gefst, til Innri endurskoðunar sem kemur til með að taka þau þá upp,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Eyþór ekki viss hvort takist að ljúka úttektinni á tveimur mánuðum „Við höfum fengið ábendingar frá starfsfólki og fyrrverandi starfsfólki sem telur vera á sér brotið. Ég tel að það þurfi að taka þessar ábendingar alvarlega, hvort sem þær eru réttar eða rangar, það kemur þá bara í ljós. En þetta eru ansi margar ábendingar og ég er ekki einn um það og ég held að það sé mikið verkefni og ég er ekki viss um að það náist að ljúka þessari úttekt á tveimur mánuðum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Ég hef, og fleiri, verið að heyra sögur. Ekki bara af þessu fyrirtæki heldur heilmargir komið að máli við mig bara héðan úr Ráðhúsinu. Það eru fleiri fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar þar sem þessi mál eru ekki góðu lagi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum í síðustu viku sendi erindi á fund stjórnar Orkuveitunnar í gær þar sem farið var fram á stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti tekið verði á marklausari uppsögn hennar og kallað er eftir allsherjar skoðun á vinnustaðamenningunni þar. Afstaða til erindisins verður tekin á stjórnarfundi OR á mánudag. Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málefnum fyrirtækisins á fundi borgarstjórnar í dag. Hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fundinn en borgarstjóri og borgarfulltrúar borgarráðs voru ánægðir með svör hennar í ráðinu og sögðu að áframhald þess væri í höndum stjórnarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar á að gera úttekt á fyrirtækinu. Borgarfulltrúar höfðu heyrt frá fólki sem hefur kvartað undan starfsháttum í fyrirtækinu. „Við vitum það borgarfulltrúar að við erum að fá ýmis skilaboð og það var ágætis umræða um það núna og við komum til með að framsenda þau skilaboð, þá með leyfi viðkomandi aðila ef að það gefst, til Innri endurskoðunar sem kemur til með að taka þau þá upp,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Eyþór ekki viss hvort takist að ljúka úttektinni á tveimur mánuðum „Við höfum fengið ábendingar frá starfsfólki og fyrrverandi starfsfólki sem telur vera á sér brotið. Ég tel að það þurfi að taka þessar ábendingar alvarlega, hvort sem þær eru réttar eða rangar, það kemur þá bara í ljós. En þetta eru ansi margar ábendingar og ég er ekki einn um það og ég held að það sé mikið verkefni og ég er ekki viss um að það náist að ljúka þessari úttekt á tveimur mánuðum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Ég hef, og fleiri, verið að heyra sögur. Ekki bara af þessu fyrirtæki heldur heilmargir komið að máli við mig bara héðan úr Ráðhúsinu. Það eru fleiri fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar þar sem þessi mál eru ekki góðu lagi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum í síðustu viku sendi erindi á fund stjórnar Orkuveitunnar í gær þar sem farið var fram á stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti tekið verði á marklausari uppsögn hennar og kallað er eftir allsherjar skoðun á vinnustaðamenningunni þar. Afstaða til erindisins verður tekin á stjórnarfundi OR á mánudag.
Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00
Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00
Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03