Bæjarfulltrúi óskar eftir svörum vegna brottrekstrar ungrar konu Sylvía Hall skrifar 30. september 2018 12:16 Tillaga meirihlutans um sumaropnun leikskóla var samþykkt með 22 atkvæðum. Vísir/Vilhelm Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og óháðra í Mosfellsbæ, hefur óskað eftir svörum um mál ungrar konu sem var vikið úr starfi á leikskóla í Mosfellsbæ. Konan, sem er 21 árs, hafði verið fundin sek um að hafa keypt kannabisefni þegar hún var 18 ára gömul. Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni á föstudag. Þar segir hann konuna hafa verið kallaða á skyndifund eftir að hafa skilað inn sakavottorði þar sem brot hennar hafi komið fram en um var að ræða kaup á nokkrum grömmum af efninu til eigin nota. Konan hafi síðan verið beðin um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í færslunni segir Reynir jafnframt að stúlkan sé á öðrum stað í dag, verandi ung móðir. Uppsögnin hafi því verið mikið reiðarslag. „Hún var rekin með skömm og hélt heimleiðis niðurbrotin. Umrædd kaup á kannabis áttu sér stað þegar stúlkan var 18 ára. Síðan er hún búin að eignast barn og líf hennar snýst um að framfleyta sér og barninu.“Á ekki að refsa fólki fyrir glappaskot í bernsku Í bréfi til bæjarstjóra og mannauðsstjóra Mosfellsbæjar segir Sveinn Óskar það vekja athygli að konan hafi starfað þar í tæplega tvo mánuði áður en að hafa verið sagt upp störfum þegar umrætt brot var ljóst á sakaskrá. Þá spyr hann hvort kallað sé eftir sakavottorðum annarra starfsmanna bæjarfélagsins með reglubundnum hætti og viðkomandi látinn sæta „síðbúnum refsingum“ líkt og í þessu tilviki. „Rétt er að gæta að því að margir bæta ráð sitt bæði hvað varðar vín og reykingar af ýmsu tagi þegar ungdómsárum sleppir. Má þar m.a. nefna fulltrúa frá Marítafræðslunni sem lengi vel hafa unnið afar göfuga vinnu við að upplýsa foreldra og börn um skaðsemi fíkniefna innan veggja skóla Mosfellsbæjar. Fólk, sem hefur í bernsku gert glappaskot, á ekki að sæta síðbúnum refsingum fyrir slíkt,“ skrifar Sveinn Óskar. Þá fer hann jafnframt fram á að uppsagnarferlið verði reifað á næsta fundi bæjarráðs og gert grein fyrir ákvörðuninni. Hann segist óska eftir skýringum á málinu og segir það nauðsynlegt að þær verði rökstuddar í ljósi þess hve alvarlegur hlutur uppsögn er.Ekki náðist í Svein Óskar við vinnslu fréttarinnar. Mosfellsbær Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og óháðra í Mosfellsbæ, hefur óskað eftir svörum um mál ungrar konu sem var vikið úr starfi á leikskóla í Mosfellsbæ. Konan, sem er 21 árs, hafði verið fundin sek um að hafa keypt kannabisefni þegar hún var 18 ára gömul. Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni á föstudag. Þar segir hann konuna hafa verið kallaða á skyndifund eftir að hafa skilað inn sakavottorði þar sem brot hennar hafi komið fram en um var að ræða kaup á nokkrum grömmum af efninu til eigin nota. Konan hafi síðan verið beðin um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í færslunni segir Reynir jafnframt að stúlkan sé á öðrum stað í dag, verandi ung móðir. Uppsögnin hafi því verið mikið reiðarslag. „Hún var rekin með skömm og hélt heimleiðis niðurbrotin. Umrædd kaup á kannabis áttu sér stað þegar stúlkan var 18 ára. Síðan er hún búin að eignast barn og líf hennar snýst um að framfleyta sér og barninu.“Á ekki að refsa fólki fyrir glappaskot í bernsku Í bréfi til bæjarstjóra og mannauðsstjóra Mosfellsbæjar segir Sveinn Óskar það vekja athygli að konan hafi starfað þar í tæplega tvo mánuði áður en að hafa verið sagt upp störfum þegar umrætt brot var ljóst á sakaskrá. Þá spyr hann hvort kallað sé eftir sakavottorðum annarra starfsmanna bæjarfélagsins með reglubundnum hætti og viðkomandi látinn sæta „síðbúnum refsingum“ líkt og í þessu tilviki. „Rétt er að gæta að því að margir bæta ráð sitt bæði hvað varðar vín og reykingar af ýmsu tagi þegar ungdómsárum sleppir. Má þar m.a. nefna fulltrúa frá Marítafræðslunni sem lengi vel hafa unnið afar göfuga vinnu við að upplýsa foreldra og börn um skaðsemi fíkniefna innan veggja skóla Mosfellsbæjar. Fólk, sem hefur í bernsku gert glappaskot, á ekki að sæta síðbúnum refsingum fyrir slíkt,“ skrifar Sveinn Óskar. Þá fer hann jafnframt fram á að uppsagnarferlið verði reifað á næsta fundi bæjarráðs og gert grein fyrir ákvörðuninni. Hann segist óska eftir skýringum á málinu og segir það nauðsynlegt að þær verði rökstuddar í ljósi þess hve alvarlegur hlutur uppsögn er.Ekki náðist í Svein Óskar við vinnslu fréttarinnar.
Mosfellsbær Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira