Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæði 10 milljarðar á ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2018 20:00 Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæðum nemur um tíu milljörðum króna á hverju ári. Prófessor segir átak þurfa til þess að þjóðin átti sig á þeim skaða sem myglan veldur. Mygluskaðar í húsum hafa reglulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en stærstu tilfellin hafa verið í Orkuveituhúsinu, byggingum Landspítalans og í fyrrum húsakynnum Velferðarráðuneytisins í Hafnarhúsinu svo ekki séu nefnd tilfellin sem hafa átt sér stað í híbýlum einstaklinga og fjölskyldna. Tilkynningum vegna myglu í húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda fólk meðvitaðra um vandamálið. Á málþingi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í dag kom fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum. Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins hjá Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson „Af stærðargráðunni getum við sagt að það er svona sirka átta til tíu milljarðar á ári, svo þetta er verulegur samfélagslegur baggi,“ sagði Ólafur H. Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en hann hélt erindi á málþinginu í dag. Kostnaðurinn skiptist í fjóra þætti. Ólafur segir að tveir til þrír milljarðar liggi í hreinum vatnsskaða, vinnutap einstaklinga vegna myglu hleypur á tveimur milljörðum, og skemmdir vegna myglu sem tryggingafélög greiða ekki hleypur á þremur milljörðum. Erfiðast reynst að reikna úr heilsutjón sem verður að völdum myglu. „Veikindi er erfiðast að meta og þá notum við tölur sem koma erlendis frá, þannig að við ætlum að segja mjög grófa tölu. Þetta getur allt verið frá tveimur milljörðum til fimm milljarðar á ári," segir Ólafur. Ólafur segir að leggja verði áherslu á að minnka rakaskemmdir í byggingum til að lágmarka tjón. Hann segir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt öðrum fagaðilum vinni að því að því að safna rannsóknarfé til þess að vinna úr fimmtán kenningum um myglu og að fyrirhugað sé átak til vekja fólk til vitundar. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofuVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við erum að sjá þetta í nýbyggingum og í rauninni má segja að við séum að búa til nýtt vandamál á hverjum degi þegar við erum að byggja hús, þannig að það er að ýmsu að taka og við erum að fara í átak til þess að koma í veg fyrir og fyrirbyggja þennan vanda að einhverju leiti,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu og ráðgjafi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Ef við náum fimmtíu prósent árangri og minnkum segjum frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki, þá gætum við byggt að stærðargráðunni hundrað íbúðir aukalega á ári fyrir þennan pening. Yrði það ekki stórkostlegt,“ segir Ólafur Húsnæðismál Tengdar fréttir Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00 Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæðum nemur um tíu milljörðum króna á hverju ári. Prófessor segir átak þurfa til þess að þjóðin átti sig á þeim skaða sem myglan veldur. Mygluskaðar í húsum hafa reglulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en stærstu tilfellin hafa verið í Orkuveituhúsinu, byggingum Landspítalans og í fyrrum húsakynnum Velferðarráðuneytisins í Hafnarhúsinu svo ekki séu nefnd tilfellin sem hafa átt sér stað í híbýlum einstaklinga og fjölskyldna. Tilkynningum vegna myglu í húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda fólk meðvitaðra um vandamálið. Á málþingi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í dag kom fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum. Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins hjá Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson „Af stærðargráðunni getum við sagt að það er svona sirka átta til tíu milljarðar á ári, svo þetta er verulegur samfélagslegur baggi,“ sagði Ólafur H. Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en hann hélt erindi á málþinginu í dag. Kostnaðurinn skiptist í fjóra þætti. Ólafur segir að tveir til þrír milljarðar liggi í hreinum vatnsskaða, vinnutap einstaklinga vegna myglu hleypur á tveimur milljörðum, og skemmdir vegna myglu sem tryggingafélög greiða ekki hleypur á þremur milljörðum. Erfiðast reynst að reikna úr heilsutjón sem verður að völdum myglu. „Veikindi er erfiðast að meta og þá notum við tölur sem koma erlendis frá, þannig að við ætlum að segja mjög grófa tölu. Þetta getur allt verið frá tveimur milljörðum til fimm milljarðar á ári," segir Ólafur. Ólafur segir að leggja verði áherslu á að minnka rakaskemmdir í byggingum til að lágmarka tjón. Hann segir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt öðrum fagaðilum vinni að því að því að safna rannsóknarfé til þess að vinna úr fimmtán kenningum um myglu og að fyrirhugað sé átak til vekja fólk til vitundar. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofuVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við erum að sjá þetta í nýbyggingum og í rauninni má segja að við séum að búa til nýtt vandamál á hverjum degi þegar við erum að byggja hús, þannig að það er að ýmsu að taka og við erum að fara í átak til þess að koma í veg fyrir og fyrirbyggja þennan vanda að einhverju leiti,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu og ráðgjafi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Ef við náum fimmtíu prósent árangri og minnkum segjum frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki, þá gætum við byggt að stærðargráðunni hundrað íbúðir aukalega á ári fyrir þennan pening. Yrði það ekki stórkostlegt,“ segir Ólafur
Húsnæðismál Tengdar fréttir Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00 Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15
Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15